Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 258
256
Nýbreytnin, sem um er að ræða og kostnaðaráætlunin ætti því
aðeins að ná til, er leiga eftir lækningastofu, laun einnar hjúkrunar-
konu og annarrar, sem þó gæti sennilega unnið að meira eða minna
leyti að öðru. Áætlaðan kostnað við hjúkrunarkvennahaldið læt ég
þó liggja á milli hluta, en af hinni áætluðu leigu eftir næturaðgang
að lækningastofu, sem eigandinn hefur eftir sem áður full not af,
virðist bersýnilegt, að áætluninni er beinlínis ætlað að vera fjar-
stæða. Mundi sú áætlun svara til ríflegrar leigu af meira en 100 þús-
und króna fasteign. Til samanburðar við hinn áætlaða upphitunar-
kostnað skal ég geta þess, að allt Kópavogshælið (um 20 herbergi,
og sum mjög stór) er nú hitað upp fyrir um kr. 500.00 á mánuði, og
er ólíku saman að jafna og halda við yfir nóttina hita í herbergjum,
sem hituð eru hvort sem er allan daginn. Læknisáhöld geta nætur-
læknarnir lagt sér til sjálfir á sama hátt og' áður, en annars mætti
eflaust kaupa áhöld til þessarar starfsemi fyrir hina áætluðu árs-
leigu. Um lyf og umbúðir virðist og ekki þurfa að breyta til frá því,
er nú tíðkast.
Ég vænti, að þessar athugasemdir nægi til að sýna, af hve miklu
alvöruleysi mál þetta hefur verið upp tekið, og að þér, herra borgar-
stjóri, teljið yður skylt, eftir það sem okkur hefur farið á milli, að
láta taka það af nýju fyrir af fullri einlægni og röggsemi, svo að ekki
jmrfi að koma til þess, að allt lendi í öngþveiti og vandræðum, er
Landsspítalinn neyðist til að draga verulega úr eða hætta með öllu
slysastofustarfsemi sinni. Þeirri starfsemi hefur hann haldið enn
áfram sér til mikils miska og þá í vísu trausti þess, að efndir yrðu
á loforðum yðar, herra borgarstjóri, um að koma þá og' þegar upp
hinni margumtöluðu læknavarðstofu á vegum kaupstaðarins.1)
IX. Óhagsýnileg notkun takmarkaðs rýmis í sjúkrahúsum.
Um miðlun sjúkrarúma á nóttum og í neyðartilfellum.
Bréf landlæknis iil Læknafélags Reijkjavikur 22. desember Í9'i3.
Þegar því var loks til vegar komið á siðast liðnu vori, að sett
væri upp læknavarðstöð fyrir bæinn, sem mér er tjáð, að komið bafi
að ýmsu levti að mjög góðu gagni, datt mér ekki annað í hug en að
liún yrði ásamt öðru látin taka að sér að miðla sjúkrarúmum að
nóttu til handa þeim sjúklingum, er skyndilega þyrftu sjúkrahús-
vistar við. Mót von minni hefur þessu ekki enn verið komið í kring.
Enn kvarta læknar bæjarins unnvörpum yfir því við mig, að þeir
þurfi að standa tímum saman um miðjar nætur, hringjandi upp öll
sjúkrahús, áður en þeir fái að vita, hvort sjúklingi verði einhvers
1) Hér hefði málið strandað, ef uppástungu um að taka upp rekstur lækna-
varðstofu í lítt notuðum lækningastofum Austurbæjarbarnaskóla hefði ekki notið
við. Þar hefur Heykjavíkurbær rekið læknavarðstofu síðan á árinu 1943, en að
vísu með mjög ófulikomnum og ófullnægjandi hætti, og enn er Landsspítalinn
stórlega misnotaður vegna þessarar nauðsynjar bæjarins.