Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Qupperneq 261
259
Um gómeitlaskurði á sjúkrahúsum.
Bréf landlæknis til tryggingaryfirlæknis 17. ágúst 1945.
Hér með eftirrit af bréfi, dags. í dag, er ég hef ritað Læknafélagi
Keykjavíkur varðandi tonsillectomiae í sjúkrahúsum. Eru það til-
inæli mín, að þér, herra tryggingaryfirlæknir, hlutist til um, að
Tryggingarstofnun ríkisins taki mál þetta til athugunar á þann hátt,
sem vikið er að i niðurlagi bréfsins. Ég vil lejda mér að láta þess getið,
að héraðslæknirinn á Akureyri hefur tjáð mér, að tonsillectomiae
hafi um tíma viljað ganga úrskeiðis á Akureyri, en þá hafi sjúkra-
samlagið þar brugðizt svo við að krefjast yfirskoðunar og samþykkis
trúnaðarlæknis í hverju einstöku tilfelli, ef sjúkrasamlagið ætti að
bera kostnað af aðgerðinni. Við þetta hafi þessar aðgerðir því nær
horfið úr sögunni án sýnilegs heilsutjóns fyrir aðilja.1)
Um að færa út svarfsvið læknavarðstofu Reykjavíkur.
Bréf landlæknis til formanns Læknafélags Regkjavikur 19. janúar 1948.
Með tilvísun til samtals sendi ég yður hér með í eftirriti greinar-
gerð um læknavarðstofuna í Ósló, sem mér hefur nýlega borizt, og
árétti ég jafnframt tilmæli mín um aðgerðir Læknafélagsins í þá
átt, að starfsvið læknavarðstofunnar í Reykjavík verði fært út
þannig, að hún taki þegar að sér samvinnu við sjúkrahús bæjarins
um að tryggja sjúklingum, sem veikjast hættulega að nóttu til, tafar-
laust sjúkrahúsvist, enn fremur hafi hún til taks nauðsynlegustu
skyndilyl', er grípa megi til að nóttu eftir svipuðum reglum, sem
teknar hafa verið upp í Hafnarfirði, en að því sé stefnt, að varðstofan
í’ái sem allra fyrst skilyi’ði til þess að verða alls herjar slysastöð
bæjarins, í nánu sambandi við sjúkrahúsin og að öllu leyti fullkomin
læknavarðstofa eftir beztu erlendum fyrirmyndum.2)
1) Þessu crindi liefur hvorki verið siunt né svarað, og enn viðgengst, e. t. v.
fremur en nokkru sinni áður, þessi misnotkun sjúkrahúsanna, auk þess sem
ýmislegt annað mun skorta á fyllstu hagsýni um nýtingu hins takmarkaða rýmis
á sjúkrahúsum til tryggingar forgangsrétti þeirra til sjúkrahúsvistar, sem mest
eiga á hættu við að missa af henni eða bíða hennar.
2) Þessu erindi hefur ekki verið sinnt.