Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
minn. Hann tók veikina þennan
sama dag. Vegna þessa fordæm-
is hans sagði ég upp stöðu minni
19 ára við dagbiað í Washing-
ton, þegar ritstjórinn krafðist
þess af mér, að ég skrifaði á
móti sannfæringu minni, til þess
að auka augiýsingar blaðsins,
og svalt heilu hungri, þangað
til mér tókst að fá atvinnu í
skipakví í New York. Og vegna
þessa fordæmis míns get ég
vænzt þess að sonur minn breyti
svipað, þegar ég er horfinn, og
sonur hans, þegar hann er dá-
inn. 1 mínum augum er þetta
sú eina eilífð, sem er eftirsókn-
arverð. Miklu eftirsóknarverð-
ari en sæulvistarfyrirheit í
himnaríki.
Hu Shih, faðir hins kínverska
endurreisnartímabils, hefir rit-
að: ,,Þegar ég leit til baka yfir
líf móður minnar sálugu, og sá
áhrif hennar á svip fólksins,
sem kom til þess að votta henni
hinstu virðingu sína, þó að allt
hennar líf hafi einungis verið
helgað hinum hversdagslegu
störfum heimilisins, og minnt-
ist jafnframt þeirra áhrifa, sem
hún hafði haft á líf mitt, varð
mér ljóst, að raunverulega er
allt ódauðlegt. Allt, sem við er-
um; allt, sem við gerum; allt,
sem við segjum, er ódauðlegt í
þeim skilningi, að það hefir
áhrif einhvers staðar. Þau áhrif
skapa svo enn önnur áhrif eða
verknað og þannig heldur það
áfram án afláts. Maðurinn er
það, sem hann hugsar, og allir,
sem hafa haft áhrif á hann —
allt frá Sókratesi, Plato og
Confusíusi til foreldranna og
kennarans — lifa í honum.“
Við erum ekki börn, sem
stinga verður upp í brjóstsykur-
mola til að fá þau góð. Loforð
um eiiífa sælu getur verið gott
og blessað. En það, sem mestu
máli skiptir nú, er aukinn hæfi-
leiki til að skynja fegurðina í
kringum okkur. Aukið réttlæti,
mannkærleikur og síðast, en
ekki sízt, að hafa með lífi sínu
haft örlítið bætandi áhrif á þó
ekki væri nema á einn meðbróð-
ur okkar.
Siðmenningin er pyramíði, og
öll höfum við Iagt okkar litla
sandkorn í byggingu hans.
Grundvöllurinn var lagður við
Níl, og síðan hefir hver kynslóð
lagt stein sinn í hann.
Himnaríki mitt er alls staðar
í kringum okkur. Ef þér finnið
hjá yður þörf fyrir að trúa á
himnaríki annars heims, þá lát-
ið ekki mig hafa áhrif á yður.