Víðförli - 01.06.1950, Side 22

Víðförli - 01.06.1950, Side 22
20 VÍÐFÖRLI eiginlega skírnarathöfn fram, allsendis án vorra aðgerða, einnig án vorrar trúar. Þar hefur allur heirnur verið skírður að tilstuðl- an almáttugs Guðs, hans, sem elskaði oss að fyrrabragði (I. Jh. 4,19), áður en vér elskuðum hann, já, áður en vér itrúðum. En hver er þá merking þeirrar skírnar, sem kirkjan hefur um hönd? Flestir guðfræðingar nútímans eru sammála um, að skírnarat- höfnin feli í sér, að einstaklingurinn sé settur í samband við Gol- gata-viðburðinn — hann deyr og rís upp með Kristi. Hins vegar greinir þá á, þegar nánar skal sagt um eðli þessa sambands. K. Barth heldur því fram (í samræmi við Kalvín), að aðeins sé um það að ræða, að hjálpræðið sé „kunngjört“. Þar með er réttmæti barnsskírnar úr sögunni — það er tilgangslaust að „kunngjöra“ ungbarni dauða og upprisu Krists. En þessi skilningur er ekki samkvæmur Nýja testamentinu. Hvað skírn ungbarna snertir, þá eru engar heimildir til, sem skeri úr um það til eða frá, hvort hún hafi átt sér stað í frum- kristni. Þótt sagt sé, að heil heimili hafi verið skírð, þá tekur það ekki af skarið, því að ekki verður fullyrt, að börn hafi verið í þeim fjölskyldum. Textarnir koma aðeins til greina sem heimildir um skÍTnar-kenninguna, og allar umræður um ungbarnaskírn verða því að ganga út frá því, hvert eðli og markmið skírnarinnar sé skv. Nýja test. Það er heldur ekki hægt að hafna barnaskírn af þeim rökum einum, að hún er ekki ótvírætt nefnd í N. t. I trúboðs- kirkju á fyrsta stigi sínu hlaut tilefni til slíks að vera mjög sjaid- gæft. Slíkt tilefni er hugsanlegt aðeins í tveim alls ólíkum tilfell- um: 1) Þegar heil heimili tóku trú, ef þar hafa verið börn, 2) þegar börn fæddust foreldrum eða foreldri, sem tekið hafði trú og skírn. Nálega ailir hafnendur barnsskírnar gera sig seka um að haida ekki þessum tveim ólíku aðstæðum aðgreindum. En nú er vitað, að Gyðingar gerðu á tímum N. t. skarpan mun á þessu tvennu, þegar í hlut áttu menn, sem hurfu frá heiðni til Gyðing- dóms. Þegar heiðingjar tóku Gyðingatrú voru börn þeirra skírð. En börn, sem þeim fæddust eftir trúskiptin, voru ekki skírð, þau voru helguð af foreldrunum (þessi staðreynd er mikilvæg til skiln- ings á 1. Kor. 7,14).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.