Víðförli - 01.06.1950, Side 39

Víðförli - 01.06.1950, Side 39
TRÚ OG VÍSINDI 87 guðfræðin var rationalistisk löngum. Einmitt sú áherzla, sem lögð var á rökhyggju og ég hef nokkuð rætt, leiddi til þess að menn töldu trúna gjarnan þekkingu, aðeins á öðru og æðra stigi. Menn treystu vitinu til þess að geta sannað tilveru Guðs með knýjandi almennum rökum. Hér gerði Immanuel Kant mannkyninu einn af sínum mörgu, stóru greiðum. Hann hefur í þekkingarfræði sinni í eitt skipti fyrir öll bent á takmörk vitsins, þegar um er að ræða hin hinztu rök. Hann neitaði ekki tilveru persónulegs Guðs og dró ekki réttmæti eða sanngildi guðstrúarinnar í efa. Guðstrúin er samofin köllun mannsins til þess að lifa sönnu lífi. Það er innri nauðsyn hinnar siðgæðislegu ákvörðunar manns- ins, að hún leiðir til guðstrúar. Hver maður, sem ekki hefur upprætt úr sér vitundina um djúpstæðasta lögmál veru sinnar, liefur vitund um Guð og hið eilífa. En það er ekki þekking og vísindaleg þekking á Guði er ekki möguleg. Þekking takmarkast við það, sem tilheyrir þessum heimi rúms og tíma. Þekking á því, sem er handan rúms og tíma, er ekki möguleg. Þess vegna er ekki hægt að sanna tilveru Guðs. Fræðilegar niður- stöður um eðli þessa heims geta aldrei orðið annað en vísbend- ing, aldrei sönnun. Kant sýndi fram á mörkin milli raunvísinda- legrar og logiskrar sönnunar annars vegar og trúvissunnar hins vegar, sem er persónulegs eðlis, hagnýt lífsvissa. Það er vert að hafa þetta í huga í sambandi við það, sem áður var sagt um heimsmynd nútímans. Kant verður ekki vikið úr vegi um þetta. Og reyndar er hann í þessu í samræmi við sterkasta strenginn í sögu kristinnar hugsunar. Þar er Ágústínus, þegar hann tilbiður þann Guð, sem skilningarvitunum er hulinn en þeim opinber, sem leita hans af hjarta. Þar er Bernharð af Clairvaux, sem segir, að maðurinn þekki Guð að sama skapi sem hann elskar Guð. Þar er Lúther, sem segir að trúnaður hjartans einn Ijúki upp fyrir Guði. Þar er Pascal, sem segir, að lind vissunnar um Guð sé ekki vitið tekið eitt sér, heldur hjartað. Guðsvissan lifir, á hann við, sínu sérstaka, sérstæða lífi í djú])i véru minnar, þar sem þetta. sem við sundurliðum sem hugsun, tilfinningu og vilja, er enn ódeild heild. Enginn hefur þó sýnt betur fram á þetta en S. Kierkegaard.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.