Fróðskaparrit - 01.01.1981, Page 12
20
Papeyjardýrið
og ef til vill er í honum einhver snertur af veruleika vokunnar. Fær-
eyingar hafa sína Skúvoyarsteina, 8 eða 10 talsins eða hver veit
hvað, og við Islendingar hofum 45 orð Ara fróða (að óllum smá-
orðum meðtoldum) um papa sem voru her á landi fjegar Norðmenn
komu. I Færeyjum er Papurshálsur og Paparókur, og á íslandi er
Papey og Papýli. Er J)etta kannski ekki eitthvað meira en draumar?
Vel má jhað vera. Og sjálfsagt er að rannsaka Jrað allt. Fler
verður J>ó engin tilraun gerð til slíks. Pessi prologus er eingóngu
sprottinn af tilhugsuninni um Papey. Ætlunin er aðeins að segja
frá yfirlætislausum smáhlut, sem fannst f>ar í eynni fyrir nokkrum
árum og ekki hefur áður komið fyrir almennings sjónir. Hver veit
nema einhver hafi gaman af honum eins og eg. Og nú skal eg reyna
að halda mer við jórðina. Ved jorden at blive det tjener os bedst,
sagði skáldið, og f»að á við fornleifafræðingana, í bókstaflegum
skilningi.
Papey liggur úti fyrir suðausturstrónd íslands og munu vera um
6 km milli lands og eyjar, heldur óhrein siglingaleið, sker mórg og
boðar, og straumar varhugaverðir. 1 Papey er úrkomusamt og J»oku-
ríki mikið, austfjarðaJ»oka, en gróður er f»ar blómlegur og bjarg-
ræði mikið af fugli og fiski, enda var j>ar lóngum stórbýli áður fyrri
og urðu margir Papeyjarbændur ríkir menn. Nú er eyjan að heita
má í eyði, nema hvað síðasti bóndinn Gústaf Gíslason og systir
hans, Sigríður Gísladóttir, hafast |>ar við um hásumarið til jjess
að hirða æðardún og veiða lunda. Hjá j>eim gestrisnu Papeyjar-
systkinum hef eg átt gott atlæti f>au |>rjú sumur sem eg hef verið
J>ar í stuttri dvól til J»ess að reyna að gera mer skynsamlega grein
fvrir J>eim mannaminjum, sem finnast kunna í Jiessari nafnfrægu
ey. Og engir kunna betri skil á órnefnum og staðfræði eyjarinnar
en J>au.
fig var í Papey sumurin 1967, 1969 og 1971, en j>ví miður entist
mer ekki tími til að ljúka verki mínu. AustfjarðaJ»okan átti nokkra
sók á j>ví. Vonandi auðnast mer J»ó enn að leiða rannsóknir mínar
til lykta.
Fyrsta sumarið vísaði Gústaf okkur á grónar rústir vestarlega á
eynni, sem kallast Goðatættur. 1 fljótu bragði virðist J»að vera forn-