Skírnir - 01.01.1886, Síða 1
Útlendar frjettir
frá nýjari til ársloka 1885,
eptir
Eirík Jónsson.
Í\ð má hafa til upphafs á eptirmælum ársins umliðna,
að það hafi verið án stórtíðinda, hvað viðskipti ríkja og þjóða
snertir, og þar hafi verið stillt til friðar, sem til mikilla vand-
ræða horfði, t. d. til ófriðar með Rússum og Englendingum,
og i annan stað með f>jóðverjum og Spánverjum. Á einum
stað tókst þó ekki að sjá við, að eldurinn yrði laus, er Serbar
og Bolgarar hafa borizt vopn á, sem siðar skal frá sagt. En
stórveldin þrifu svo til slökkvitóla sinna, að vopnahlje var gert
nokkru fyrir jól til næsta marzmánaðar. Vonandi, að friðar-
gerðin takist, ef öllum er alvara. «Skírnir» hefir opt gert sjer
far um að leiða lesendum sinutn fyrir sjónir afstöðu málanna
á austurjaðri álíu vorrar, rekja suma meinþræði austræna
málsins, og við það mun enn svo síðar komið. í Mikla-
garði þykjast stórveldin þurfa að hafa á öllu sem glöggv-
astar gætur, þau grunar, að þar eystra verði með sumum til
skarar ‘að skríða, en þeim þykir líka frestur á illu beztur, og
þvi er von, að sú hugleiðing komist enn í fyrirrúmið. — jþar
sem til annara efna kemur, til atvinnuástands og verzlunar
þjóðanna, þá má kalla, að árið hafi runnið í slikt tregðufar sem
hin næstu á undan, nema hvað kyrkingurinn hefir orðið enn
sjnni í mörgum greinum*).
*) Hagfræðingar og auðfræðingar rekja hjer til ýmissa orsaka, og rnarga
greinir mjög á í þeim rannsóknum. Hvað voia álfu snertir, taka
1*