Skírnir - 01.01.1886, Síða 2
4
Almenn tiöindi.
Náttúrnviöburðir.
Um landskjálptana á Spáni, sem hjeldust fram í lok febrú-
armánaðar, er talað í undanfarandi árgangi þessa rits. Á önd-
verðu sumri urðu mikil tjón af jarðskjálptum í Kákasusbyggð-
um og á Indlandi. Austanvert í Kákasus sökk heill bær i jarð-
gjá og varð hjer mikill mannskaði, en tjón á munum og fjen-
aði metið til margra millíóna rúflna. í Kasimír á Indlandi
flestir fram vaxandi aðflutninga, t. d. kjöts og korns, frá Ameriku og
öðrum álfum, sem þrýsti verðinu niður á mörkuðunum, enn fremur
þann hraða, sem komizt hefir á iðnað og smíðar fyrir verkvjelum
nýrri tíma, eða þá framleizlu allskonar varnings yfir þarfir fram, sem
hann hefir haft i för með sjer. J>á er ekki heldur gleymt auknum
sköttum og álögum ríkjanna í vorri álfu til að standa straum af
hinum óheyrilega kostnaði þeirra til hers og hervarna á sjó og
landi, og hvernig slíkt gerir öllum þorra manna þyngra um kaupin,
hvort sem nauðsynjar eða munað snertir. Álagaatriðið mun ekki liggja
ljettast á metunum, sjerílagi hjá meginlandsríkjum vorrar álfu, og
menn efa mjög, að vanhagirnir batni til nokkuira muna, þó sumir,
t. d. pjóðverjar hafi snúið sjer á móti aðflutningunum og lögleitt
tollverndir. Úr því vjer höfum drepið á sumt það, sem menn hafa'
kennt um, að tímarnir hafi orðið svo óhagfelldir, verður og hins að
minnast, að margir hagfræðingar leggja ekki svo mikið í framleizlu
(Produktion) varnings og muna yfir þarfir fram. þeir neita ekki,
að þetta eigi sjer stað í sumum greinum, en það sætti þó minna enn
margir ætla, en hitt meira, að svo marga vanti gjaldeyrinn, því allur
þorri manna kjósi bæði meira og betra af flestum munum enn þeir
hafi eða eigi kost á, og þeir rnundu ekki spara að kaupa, ef pen-
ingarnir væru í handraðanum. þessir menn minna og á gullstraum-
ana frá námunum í Kalíforníu eptir 1848 og síðar frá Ástralíu, og
þann uppgang á öllum gróðavegum og í búnaðarhögum almennings,
sem af þeim leiddi, en rjenunina, sem því fylgdi, er framleizla
gulisins tók að þverra, um leið og fólksfjölgunin hjelt áfram í öll-
um löndum. Eitt af heiiræðum þeirra manna er það, að bankarnir
haldi forsjállega á gullinu, sjái fyrir hæfilegum vöxtum þess, en við
þurðinum, og spari ekki silfur nje seðla, þegar svo ber undir og
peninga verður vant.