Skírnir - 01.01.1886, Síða 11
ALMENN TÍÐINDI.
13
I niðurlagi ritgjörðarinnar minnist höfundurinn á, hvernig
frelsis og jafnrjettiskenningarnar hafa greitt úr vandamálum,
sem taka til eignahags og atvinnu. Hjer varð þjóðráðið þetta,
að leysa sem flest bönd af samkeypi og samkeppni manna og
þjóða. Menn treysta enn á, að mennirnir væru komnir lengra
enn þeir eru, sæju nú mun betur enn fyr híð rjetta og sanna,
mundu nú fúslega hlýða tilsögn mannúðar og skynsemi, en
hepta ásælni og eigingirni. Hjer brást þó allt með þverasta
móti, og einmitt þeir sem mestra umbóta þörfnuðust sáu fyrstir
allra annmarkana. f>að voru einmitt þeir og hollvinir alþýð-
unnar og hinna snauðu, sem kröfðust fyrstir nýrra banda og
hapta. Og i flóði hins nýja straums komu kenningar sósialista
og sameignarmanna, auk margs annars (tollverndarlög og
fleira).
Höf. dregur svo til lykta saman hugleiðingar sínar, að
frelsismönnum vorrar aldar hafi sjezt þar mest yfir, er þeir
hafi reist svo nývirki kenninga sinna á fögrum hugsjónum, að
þeir ljetu þann hyrningarstein ónýttan, sem sízt skyldi. Höf-
undurinn á við hið margbreytta þegnlifsfar, innrættar venjur
og skoðanir, viðurkennd rjettindi og svo mart sem kalla mátti
helga dóma í vitundarlifi alþýðunnar. þeir hefðu trúað meir
enn góðu gegndi á töframegin hugsjóna sinna og kenninga
til að reka út alla illa anda, eigingirni og drottnunargirni úr
brjóstum manna, En þrátt fyrir alla þá annmarka, og öll von-
arbrigðin, sem hann hefir fundið og bent á, játar hann, að
frelsiskenningarnar hafi mart fram leitt, sem hljóti að koma
kynslóðum eptirkomandi alda að gagni og notum. Síðasta
hugleiðing hans er sú, að úr því frelsismenn hafi skapað lýð-
veldið og vakið sjálfir lýðvaldskröfurnar, sje það nú of seint
að stinga við þær af stokki, en hitt öllu fremur áríðandi, og
sjálfsagt verkefni komandi tíma bæði i vorri álfu og í Ameríku,
að þýða þær við sannarlegt frelsi og fríhyggju. Vilji þetta
ekki vinnast, þá sje almenn þjóðmenning í mestu tvísýnu
korrin, og hætt við, að hún verði troðin undir af svo hroð-
felldri harðstjórn, sem aldri fyr hafi fundizt dæmi til.