Skírnir - 01.01.1886, Síða 14
16
ALMENN TÍÐINDI.
þýzku standa í fylkingu frelsis og framfaravina, enda þola
stjórnendur þjóðverja engum að hafa þau vopn á lopti, sem á
frekari leið vísa. Svo hafa sósíalistar þjóðverja hlotið á að
kenna, og á þeim liggja enn þau lagahöpt («sósialistalögin»),
sem að þeim voru snúin fyrir nokkrum árum. þeir eiga enn
alstaðar í ströngu að striða, en það er lika sú barátta, sem
hefir eflt samheldi þeirra og samverknað einkum til kosninga,
kvort sem kjósa skyldi til þinga eða borgarráða. Verkmanna-
fólk og iðnaðarmenn halda sjer líka mun betur saman á þýzka-
landi enn á Frakklandi, og fjelög þeirra («iðnaðarfjelög» —
«Fachvereine») eru ekki færri enn 1000, af þeim 78 i Berlin,
41 i Hamborg — en fjelagsmanna talan um 60,000. Fjöldi
þeirra sósíalistum óháð, þó flest þeirra eða öll veitist að í
verlcaföllum, til kosninga og fleira. Á alrikisþinginu í Berlín
sitja 24 fulUrúar sósíalista, en af þeim vart fleiri enh. 2 (Bebel,
Vollmar) taldir einharðir sósíalistar á gamla visu, eða fylgjandi
hinum gömlu kenningum um harðfylgilega endurskipun — endur-
steypu, lá oss við að segja — þegnlegs fjelags. Liebknecht
hinn gamli fylgiliði Bebels, og annar er Viereck heitir, eru nú
kallaðir foringjar fyrir einskonar meðalhófsflokki. Flestir hinna
hneigjast að bandalagi við frelsis- og framfaramenn, sem vilja
sækja mál fólksins (lýðsins) í baráttu á þingum fyrir betri og
jafnlegri lögum. Hins þarf ekki að geta, að árangurinn af
frammistöðu þeirra hefir orðið litill að svo stöddu, enda hefir
Bismarck siglt þeim á veður, og það er fyrir hans frumvörp
og eptirgangsmuni, að þau nýmæli hafa náð fram að ganga á
þinginu, sem hafa bætt um kosti og kjör verknaðarfólksins.
Allt fyrir það kemur forstöðumönnum verkmanna saman um, að
þeir eigi að halda sjer vel saman utanþings sem fyr til fje-
lagsskapar og samverknaðar, og i fróðlegri ritgjörð í mánaðar-
ritinu «Deutsche Rundschau» (um verkmannahreifingarnar í Berlín)
er svo sagt að niðurlagi, að hjer sjáist lítil merki til, að þeir
menn vilji leggja árar í bát, hitt sje heldur, að áhugi og
kappsmunir verkmannafólksins til framsóknar í jafnaðar og
lýðveldis stefnu sje i uppgangi þrátt fyrir sundurleitni for-
sprakkanna og lagahöpt stjórnarinnar. — Aðrir segja svo, að