Skírnir - 01.01.1886, Page 17
ALMENN TÍÐINDI.
19
öltegundir og ölgerðarefni. Ölgerð Dana til góðra greina tekin,
en hvergi nærri til jafns við ölgerðir {>jóðverja og Englend-
inga. — Líklega hafa fleiri drykkir (brennivínstegundir) komið
þangað frá Danmörk og norðurlöndum, því einn þýzkur frjetta-
ritari kallaði þau lönd «Die vereinigte Schnappselánder (banda-
lönd brennivínsstaupa)».
Altitt er, að menn eða fulltrúar frá ymsum löndum finn-
ast um önnur mál á öðrum eins mannkvæmdarstöðum og sýningar-
borgirnar eru. 1. september byrjaði í Antwerpen fundur lyfja-
fræðinga (ly.fjagerðarmanna og lyfjasala), og var þar um fleira
talað, enn lyíjar og þeirra tilbúning, t. d um neyzluvatn eða
rannsóknir þess, um fölsun drykkjarfanga og fleiri neyzlumuna.
Aðalárangur fundarins var, að mönnum kom saman um að
semja alþjóðiega lyfjabók fyrir öll lönd. f>etta mál hefir verið
undirbúið í nokkur ár í nokkurskonar alþjóðanefnd, og skal í
bókinni sjerlega mælt fyrir um einsháttaða samsetning eða
blöndun megnra læknislyfja.
f>ar komu og iþrótta- eða fimleikamenn frá ymsum lönd-
um, og urðu Norðmenn hjer meðal hinna hlutskörpustu, ,og i
sumum fimleikum öllum fremri.
I Lundúnum má kalla, að sýningar ymsra muna sje að
staðaldri frá öllum löndum og álfum, og í sumar leið var sam-
kynja sýning í Kensington og í fyrra. Auk margra fágæta voru
hjer sýnd hljóðfæri frá öllum löndum og allskonar þjóðum.
Sumum þeirra fylgdu leikendur, t. d. hljóðfæraleiltarar frá hirð
Siamskonungs. Hljóðfæri þeirra þóttu með kringilegra móti,
sum í kirna- skála- eða bátalíki og tónar þeirra eptir þvi ný-
stárlegir. Mennirnir ljeku bæði lög Evrópumeistara og lög eða
slagi frá sínu landi, og þótti sumt heldur ámáttlegt að heyra.
— Aþekk sýning á öðrum stað í Lundúnum, eða i «Alexöndru-
höllinni», og þar sýnt allskonar listasmiði, hugvitsmunir og
vjelar, iðnaðarmunir, afurðir land- og garðyrkju, allt sem
bera skyldi vott um nýjar framfarir og framtakssemi.
Geta má enn um alþjóðasýning í Nurnberg, en þar sýnt
málmsmíði af öllu tagi, hið smágerðara. Hjer var mikið frá
2*