Skírnir - 01.01.1886, Page 25
ENGLAND.
27
stungu Englendinga fyrir tveim árum, að setja landamerki milli
landa Afganajarls og hinna rússnesku landeigna. Til þess
skyldu hvorutveggju skipa nefnd manna, og verkefni hennar var
þá að koma sjer saman um, hvað hvorir skyldu eiga, Rússar
og Afganar. Málið var miklum vanda háð, því Rússar voru
komnir drjúgum suður fyrir Merw, og á landasvæðinu suður
undir Herat búa þeir einir kynflokkar sem eru af Turlcómena
kyni, og því kölluðu Rússar svo skipulegast skipað, að þeir
fáráðlingar kæmu allir saman undir væng Rússlands. Englend-
ingar höfðu þó að sinu leyti augastaðinn fastan á hinu, já
þvi einu, að landamerkin yrðu sem fjærst Herat, brautarhliðinu
til Indlands, sem þeim var orðið tamt að kalla það. þeir
fóru fram á, að draga landamerkjalinu frá Serakhs, bæ við ána
Iierírúd, sem um nokkurt skeið ræður landamerkjum Afgana-
lands og Persiu, og austur til Sir Darja (Jaxartes). þeir sendu
nefndarmenn sína norður frá Indlandi, það var heil sveit
manna og fyrir henni sá hershöfðingi, sem Lumsden heitir.
Rússar höfðu siðan orð á í þrefinu, að sú fjölmenning Eng-
lendinga, hefði einmitt stælt upp Afganinga og komið þeim í
vígahug. Lumsden og fylgilið hans kom þangað norður í
miðjum desember (1884), en honum mátti við tvennt í brún
bregða, fyrst það, að Rússar voru komnir langt suður fyrir
Serakhs, eða meir enn hálfa leið suður að Herat, og hitt eigi
síður, að hann sá ekkert til umboðsmanns Rússa — hershöfð-
ingja, sem Zelignoy heitir — nje neins annars af nefnd þeirra.
Lumsden beið þeirra lengi í dalnum við Murghab, á er svo
heitir, þar sem mótið var mælt með þeim og landjamerkja-
gangan skyldi byrja. Forföllum fyrir brugðið af hálfu Rússa,
vanheilsu umboðsmannsins, og hann farinn til Pjetursborgar.
Rússar vildu auðsjáanlega fresta landamerkjagöngunni svo lengi,
sem unnt var, eða helzt komast hjá henni með öllu. þeir
tóku og annað til bragðs, og sendu landfróðan og gagnkunn-
ugan mann þar eystra, Lessar. að nafni, til Lundúna, og kváðu
bezt til fallið, að þar yrði allt um landamerkin sett og samið.
Ráðherrar Bretadróttningar tóku þessu ekki fjarri, og samning-
arnir byrjuðu í Lundúnum með þeim og Lessar, en hjer vildi