Skírnir - 01.01.1886, Síða 33
ENGLAND.
35
veitti þeim Gladstone 11 mill. punda sterl. til að standa straum
af þeim útgjöldum, sem þá þóttu i hönd fara. Gladstone varð
að finna eitthvað til jafnvægis i fjárhagslögunum og fór fram á
skatt á öli og öðrum áfengum drykkjarföngum. þetta vakti
bæði mesta storm í blöðunum, og kom borgarlýðnum á mikinn
fundasveim. Verka- og iðnaðarmenn andæptu með miklum
hávaða nýmælunum, og gengu þúsundum saman með fána og
önnur merki, þar sem þeir höfðu letrað á uppkvæði sín á móti
frumvarpinu; sögðust ekki vilja þola, að stjórnin gerði þeim
ölsopann dýrara, en hitt auðsjeð, að skatturinn lenti þyngst og
mest á fátæku og efnalitlu fólki. Fyrir þær sakir greiddu nú
margir framhaldsmanna og lýðvina atkvæði á móti frumvarpinu.
það var fellt við 12 atkvæða mun, og við það sagði Glad-
stone af sjer, en Salisbury tók við veg og vanda, sem áður er
sagt. þetta þóttu meira enn almælt tíðindi, og var mart um
talað. Sumir kölluðu, að litið hefði lagzt fyrir kappann á
Bjargi, er fjárhagsvitringurinn Gladstone fjell á svo lítilfjörlegu
máli, eptir það hann hafði svo mörgum áhlaupum af sjer
hrundið í stórmálunum. Sumir töluðu um ellina, því hann er
76 ára, honum væri ekki láandi þó hann vildi talca hvild á sig,
og svo frv., en aðra grunaði refjar undir rifjum karls, er hann
vildi láta Tórýmenn reyna sig á ýmsum málum, og þá helzt
irska málinu, þvi þjóðin mundi skjótt sjá, hve litils fylgis þeir
nytu, þó Parnellsliðar hefðu horfið í þeirra flokk, þegar at-
kvæðin voru greidd í skattaukamálinu. Slíkt mun ekki með
öllu úr lausu lopti gripið, en hitt vissu allir, að meiri hluti
þingsins stóð enn undir merkjum Gladstones, og að með
höfuðflokkunum skyldi eigi fyr fullreynt, enn kosningarnár nýju
væru um garð gengnar. þeir Salisbury urðu lika að gera
þeir hafa háð siðan 1864, að þau hafi síður enn svo ábatanum afsjer
kastað (t. d. atfarirnar í Habessiníu, á Afganalandi, viðureignirnar í
Afríku við Ashanta, Zúlúkaffa og • Búa», og nú siðast leiðangrarnir
til Egiptalands og hernaðurinn í Súdan). Vjer höfum sjeð þenna
kostnað allan saman talinn, og eptir því svaraði hann hjerumbil hálf u
sjötta hundraði millíóna króna. |>eir Bright og fleiri hafa
rjett að mæla, að betra sje í skilldinginn lengur að horfa.
3*