Skírnir - 01.01.1886, Side 35
ENGLAND.
37
stórmálum, t. d. írska málinu, sem nú stóð á, er þeir slcyldu
íyrst vita þá þingfylgi sitt, þegar kosningunum nýju var lokið.
Sá tími rann út, meðan Tórýmenn voru við stjórnina, sem
settur var fyrir þvingunarlögin á írlandi, og Ijetu þeir helzt i
veðri vaka, að þau mundu ekki borin upp til framlengingar.
Irar höfðu fylgt þeim í aukaskattsmálinu, og nú ljetu þeir sem
þeir mundu verða þeim Salisbury sinnandi og leiðitamir, og
það efndu Parnellsliðar svo við kosningarnar, að þeir eggjuðu
alla írska kjósendur um allt rikið, til að hrekja hvern þann
frá þingmennsku, sem stæði Vigga megin. það varð þeim
Salisbury líka vinsælt, er þeir bættu því við kosningarlögin, sem
getið er um í neðanmálsgreininni, og hjeldu nýmælum fram,
sem miðuðu til að bæta hýbýli verknaðarfólksins í Lundúnum
og öðrum borgum, og hvað Ira snertir, þá töldu mörg blöðin
þá með Tórýmanna liði þar til er kosningunum var lokið.
Salisbury, forseta stjórnarinnar þekkja margir af lesendum þessa
rits. Hann hjet Robert Cecil, áður henn tók nafn föður síns
og var lengi með skörungum talinn og málsnillingum, áður en
hann gekk í ráðaneyti Beaconsfields jarls og fylgdi honum til
Berlínar 1878. Siðan Beaconsfields missti við, hefir hann haft
aðalforustu fyrir Tórýmönnum og ráðið af þeirra hálfu sóknum
og svörum i lávarðadeildinni. Ur þvi stjórn hans átti sjer ekki
lengri aldur, ætlum vjer ekki i þetta skipti að fara um hann
fleirum orðum, en viljum minnast á ungan kappa í liði Tórý-
manna, sem Salisbury setti yfir Indlandsmál. það er lávarður-
inn Randolph Churchill, bróðir hertogans af Malborough, og
þeirra hinn yngri. Hann fór framan af nokkuð síns liðs á þing-
inu, en þeir voru flestir ungir og harðir viðureignar sem flokk
hans fylltu — og flokkinn kallaði hann «hinn fjórða», því hon-
um þóttu Viggar fyrir löngu í tvennt klofnir. Hann er mesti
mælskumaður, orðhvass og hinn ósvífnasti, og margir líkja hon-
um við Disraeli á hans yngri dögum, og segja líka, að hann
hafi tekið hann og Bismarck sjer til fyrirmyndar. Menn segja,
að þessi maður muni taka við forustu Tórýmanna, þegar Salis-
bury missir við, og segja, að fyrir honum muni mikið liggja,
og hann muni við Englands sögu minnilega koma. Hingað til