Skírnir - 01.01.1886, Qupperneq 54
56
FRAKKLAND.
Ofsagt mætti kalla, að «vesturþjóðirnar» (Frakkar og Engl.)
elduðu grátt silfur á sumum stöðum, en um heilt hefir ekki
viljað með þeim gróa, síðan þær skildust svo að á Egipta-
landi, sem frá hefir verið greint i undanfarandi árgöngum þessa
rits. An orsaka hafa Frakkar ekki grunað Englendinga um
græzku bæði á Madagaskar og i misklíðunum við Sínlendinga.
Á Egiptalandi hefir sama fram farið og fyr, að hvorir hafa
skarað eld að sinni köku, en Frakkar hafa hjer ekki róið miður
undir gegn fornvinum sinum enn hinir. I apríl umliðið ár lá
nærri missætti og vandræðum, en það var tilefnið, að franskur
maður hjelt út blaði i Kairó, sem heitir «Bospliore Egyptien»
en þar óvægilega komið við kaunin í landstjórnarfarinu og ráð-
stöfunum Englendinga. Bæði forseti stjórnarinnar, Núbar pasja,
og umboðsmenn Englenginga fengu hjer mörg ámæli, og þar
kom, að bann var lagt fyrir prentun blaðsins. Að því var lengi
ekki farið, því svo mikið þóttust Frakkar þar undir sjer eiga,
og þeir vissu að þeir áttu á Egiptalandi ekki minni vinsældum
að fagna enn Englendingar. Stjórnin og umboðsmenn Eng-
lendinga Ijetu svo fram líða, að ekki var að gert, en einn dag
stóð auglýsing og ávarp frá mahdíinum í blaðinu, og prentað
þar á arabamáli eptir blaði í Beurut. þetta gátu þeir kedif-
inn og Núbar ekki staðizt l og ljetu vopnaða menn veita at-
farir og loka ritstofu og prentsmiðju biaðsins, og gera það
\
upptækt. Umboðsmaður og yfirkonsúll Frakka, Saint René de
Taillander, var hjer hinn harðasti í horn að taka, kallaði lög
brotin á hinum franska ritstjóra, og tók sem harðast á því, er
hermenninir höfðu lagt hendur á einn mann af erinda- eða
umboðs-sveit Frakka, og fært hann frá dyrunum að prentsmiðj-
unni, er hann bannaði þeim inngöngu. Taillander sendi þegar
Freycinet skeyti og skýrslur um þenna atburð, en hann gerði
bráðan bug að því, að snúa einbeittum kröfum að stjórn
kedífsins, og skyldi hann láta opna prentstofuna innan 24
stunda, en sá löggæzlumaður rekinn úr þjónustu, sem hendur
hafði lagt á manninn úr umboðssveit Frakka, ella harðari kost-
um hótað. þó Frakkar vissu, að allt hefði verið gert að ráði
og undirlagi Englendinga, var með ekkert til Lundúna farið,