Skírnir - 01.01.1886, Page 60
62
FRAKKLAND.
yður fyrir kennslumálunum!» — Nokkru siðar eða 22. febr.
svöluðu byltingamenn móðinum á ríkinu og auðinum með stór-
yrðum og róstulátum á fj'ölsóttum fundi verknaðarmanna i
París, en þar voru 4000 manna komnir til að taka á móti
nefnd manna frá því fjelagi verknaðarmanna á Englandi, sem
«.Peace Association (Friðarfjelag)» heitir. Nefndin hafði frá
þeim bróðuriegt ávarp til enna frönsku verknaðarmannna, og
skyldi það hjer fram borið, og þakka andsvör við þvi goldin.
Fyrir nefndinni var sá þingmaður Englendinga af framhalds-
mannaliði, sem Burt heitir, og þó hann talaði bert og djarft
í móti stríðum og hernaði i öðrum álfum á saklausar þjóðir,
en harðast gegn atförum fyrir ávinning og gróða ríkra manna
og okurkarla (sneitt að atförunum í Túnis, Egiptalandi og
víðar), þá var þetta óstjórnarmönnum til engrar hlítar, og þeir
ljetu slá í óhljóð og ryskingar, þegar Burt fann að frekjuum-
mælum blaðanna á Frakklandi, sem gætu ýft til haturs og
óvildar með báðum þjóðunum (Engl. og Fr.). það var með
naumindum, að svörin yrðu greidd á fundinum. — þann 18.
marz, afmælisdag uppreisnarinnar í París 1871 — þegar hers-
höfðingjarnir Thomas og Lecomte voru drepnir — er þar og
þaðan jafnan við einhverju sögulegu búizt, en nú var ekki
öðru að heilsa enn fundum og samsætum í sölum inni. Lög-
gæzlustjórnin hafði bannað prósessiur með rauðfánaburði, en í
sölunum og gildaskálunum var þvi meira um rauða skrúðið,
og hjer komu börn og konur með rauðar («frygiskar») húfur. Víð-
ast hvar mikið um drykkjuraup og diguryrði, en braml og
skrípalæti, þar sem þeir voru saman komnir, sem ekki höfðu
ráð á minnadrykkjum eða öðrum bergingarfögnuði. þann
dýrðardag varð ekki meira úr athöfnum eða afrekum byltinga-
manna og «kommúnista». Nú var allt kyrt til hvítasunnudaga,
en þeir báru uppá lokadaga uppreisnarinnar 1871. Nú var
sú breyting orðin á ráðaneytinu, að Jules Ferry var farinn frá
stjórninni og aðrir með honum, og grunaði byltingamenn, sem
var, að hinir nýju ráðherrar mundu vart halda svo strítt í
taumana. Hátíð til heilla bezt, og nú var streymt út á kirkju-
garðinn þúsundum saman og blómsveigar lagðir á grafir hinna