Skírnir - 01.01.1886, Síða 77
SPÁNN.
79
veturnætur, og er sagt alls muni úr henni hafa dáið nokkuð á
annað hundrað þúsunda.
þriðja raunasagan er lát Alfons konungs (25. nóvember).
Hann varð ekki eldri enn 28 ára (f. 18. nóv. 1857), en hafði
síðustu mánuðina kennt vanheilinda, sem menn framan af vissu
ekki rjett deili á, en sáu siðar að blóðsótt var. Alfons kon-
ungur var 11 vetra, þegar móðir hans (Isabella drottning) var
rekin frá ríki 1868. I París ljetu þau fyrirberast til 1870, en
fóru þaðan til Vinar er ófriðurinn byrjaði. Hjer sætti prins-
inn námi i hermannaskóla, og síðar i tvemur þessháttar skól-
um á Englandi. I árslok 1874 kvöddu Spánverjar — hers-
höfðingjar þeirra — hann til valda, og það er sannast að
segja, að hann átti ekki í makinda sæti að setjast. Vjer get-
um visað til árganga þessa rits frá þeim tíma. Vjer nefnum
að eins Karlungastyrjöldina, sem stóð enn i tvö ár, uppreisn-
ina á Cuba, sem tókst að bæla niður 1878, yms samsæri og
uppreisnartilraunir (t. d. í Sevilla og Saragossa 1878, í Badaioz
1884), auk tveggja morðtilræða við konung sjálfan. Annars
mátti segja, að Spánn ætti ró og reglu að fagna á hans ríkis-
árum, i samburði við 6 ára tímabilið á undan. Frá öndverðu
var hann vel vinsæll af þjóð sinni, því öllum líkaði vel einurð
hans og hreinskilni, hugrekki og hjartagæzka. A móti ráðum
ráðherra sinna, og (ef oss minnir rjett) að þeim óafvitandi
ferðaðist hann í fyrra sumar til þeirra staða þar sem pestin
geisaði, og vitjaði spitalanna eins og Umbertó konungur í Na-
pólí og víðar á Italíu í hitt eð fyrra, eða hafði önnur miskun-
arverk frammi. Alfons konungur var tvígiptur. 1878 giptist
hann frændkonu sinni,. dóttur hertogans af Montpensier, en
hún hjet Maria de las Mercedes. Hún dó eptir nokkra mán-
uði, og árið á eptir gekk hann að eiga — sem menn sögðu
af pólitiskum ástæðum, eða sakir ríkiserfða — þá erkihertoga-
dóttur, sem hjet Maríe Christine, og við henni hefir hann tvær
dætur getið. Hin eldri heitir í höfuðið á fyrri konu hans, og
henni var þegar gefið drottningarnafn eptir lát konungs. Hún
er 5 ára gömul, en móðir hennar hefir rikisforræðið til þess
er hún nær lögaldri. Annars verður hjer um að breyta, ef það