Skírnir - 01.01.1886, Síða 78
80
SPÁNN.
verður sveinbarn sem drottning fæðir, því hún fór ekki ein-
saman, er konungur dó. f>að er um hana sagt, að hún sje vitur
og kvenna bezt að sjer, kynni sjer sem vandlegast stjórnar-
málin, og sýni af sjer mestu ráðdeild í öllum tillögum á stjórn-
arráðsfundunum. Hún á líka miltlum vinsældum að fagna, og
það mun valda, er hvorki Karlungar nje byltingamenn hafa
sjeð sjer færi á neinum tiltektum
Mannalát. Degi síðar enn Alfons konungur dóSerranó,
marskálkur og hertogi (de la Torre), sem svo opt hefir verið
aðalpersóna í pólitiskum sjónarleikum á Spáni, og opt haft
þær vjelar sjer i hendi, sem hafa valdið umhleypingunum í
stjórnarfari Spánverja. Frá 1840 og til þess Alfons kom til
rikis kemur hann stöðugt við stjórnarsöguna. Hann hafði
gengið vel fram i stríðinu við Karlunga, og hafði fengið hers-
höfðingjanafn þritugur að aldri. Hann var manna fríðastur,
og komst snemma í mikla kærleika við Isabellu drottningu.
Upp frá því mátti kalla, að hann stæði með töfrastaf í hendi
á leiksviði viðburðanna. Hann gerði lag sitt við Narvaez, og
hratt Esparteró frá stjórnarvöldum, hann gerði síðar hið sama
við Narvaez og kom Esparteró að aptur. Svo ljek hann við
fieiri, þó hann sæti með þeim í ráðaneyti eða hefði af þeim
þær virðingar og umboð, sem hann vildi. það er sagt, að
hann hafi róið mest undir, er Isabella var rekin frá ríki, og
þá varð hann líka forseti bráðabyrgðastjórnarinnar. þjóðveldi
vildi hann ekki í lög leiða á Spáni, og hin nýju rikislög
hjeldu konungsstjórn, svo takmarkaðri, sem þar var greint.
Honum var falin forstaða ríkisins á hendur unz konungsefni
yrði fundið, en hann átti jafnan ærið að vinna gegn samsær-
um og uppreisnum, þar til er hertoginn af Aosta bauðst til að
ganga undir vandann (1871). Ríki Amadeós konungs varð
ekki langvinnt, og mörgum lesendum þessa rits mun kunnugt
um það óstand, sem þá tók við, er hann sleppti völdum, og
um þjóðveldistilraunir Spánverja og ótíðindi, sem þeim fylgdu.
Meðal þeirra Karlungastyrjöldin — byrjuð rjett eptir að
Amadeó tók við riki. þegar Pavia hershöfðingi hafði gert
með hervaldi enda á óaldarástandinu, tók hann enn að sjer