Skírnir - 01.01.1886, Page 82
84
BELGÍA.
menn leika hjer lausum hala, og að þeir róstuviðburðir og
uppnám verknaðarlýðsins þurfa ekki að koma neinum á óvart,
sem síðar urðu i Belgu (í marz þ. á.), en verðum að ætla
næsta «Skírni» frásöguna; enda var öllu ekki lokið, þegar
þetta var skrifað.
Mannslát. I lok maimánaðar dó Charles Rogier,
einn af forustuskörungum í frelsismannaflokki. Hann var einn
af helztu forgöngumönnum uppreisnarinnar 1830, þegar Belgía
sleit sig iausa frá Hollandi. Hann var líka í bráðabyrgða-
stjórninni, og síðar optsinnis i ráðaneytum frelsismanna, og
gegndi þar ymsum málum. jþess á milli helzti forvígismaður
þeirra á þinginu, og hjeldust þeir Frére-Orban jafnan i hendur.
Rogier varð 85 ára að aldri. það er sagt, að þessi maður
dæji i örbirgð, og bendir það á, að hann hafi ekki haft völd
eða virðingar sjer til gróða. Utförin gerð á kostnað rikisins.
Holland.
Efniságrip: Fundaböld; sósíalistar Hollendinga. — þingsetning.
Nóg um flokkabaráttu hjer sem í öðrum löndum á vorum
timum, en hún virðist hafa verið nokkuð áþekk styrjöld Hol-
lendinga á Súmatra, er hvorki gerði að reka nje ganga. Árið
sem leið hafa þó flokkahreifingarnar verið fjörlegri enn að
undanförnu, og mun það til þess bera, að sósialistar — álíka
og á þýzkalandi — fylkja sjer i liði hinna pólitisku frelsis-
manna, en þeir eru ófeilnir á málfundunum, og draga minnst
af i kvöðum og kröfum. Böndin á þingkosningum eða kosn-
ingarjetti — kjöreyrir sumstaðar ekki minni enn 108 kr. skatt-
gjald — hafa i langan tima valdið mestu óánægju, en engu
ágegnt til breytinga. Arið umliðna haía frelsismenn sótt þetta
mál með meiri áhuga, eða rjettara mælt, ákafa, enn fyr, en