Skírnir - 01.01.1886, Page 83
HOLLAND.
85
hjer hafa líka sósíalistar verið fremstir i flokki, og komið fjör-
brag á alla fundi. Frelsismenn heimta nú einskorað almennan
og óbundinn kosningarjett, en flestir ætla, að hjer hefði verið
betra nokkuð úr að draga, og þeim nýmælum muni vart fram-
gengt, svo seint og seiglulega flestu skilar fram hjá Hollend-
ingum. Um þetta mun sósialistum líka mest að kenna, en
liitt er þó meira ámælisefni, að þeir hjeldu i fyrra marga háv-
aðafundi, og í stórborgunum Haag og Amsterdam með rimm-
um og róstum. Mest kvað að þeim í Amsterdam í lok ágúst-
mánaðar, og hjer varð lið að setja á verði til að vaka yfir borg-
inni. jþað var líka siðar haft á orði, að sósíalistar Hollend-
inga væru farnir að taka eptir grönnum sínum fyrir sunnan og
bræðrunum á Frakklandi skark og ærsl á strætum úti. —
Sumar fundakröfur verkmanna voru ekki með litilþæglegu móti.
Ein sú er fór til þings og stjórnar frá verkmannafjelagi i Groe-
ningen heimtaði, að ríkið skyldi veita ókeypis nám efnilegum
börnum (verkmannalýðsins) í látínuslcólum og við háskólana,
og helzt að auki peninga til húsnæðis, fæðis og bóka.
Undir lok septembermánaðar gengu Hollendingar á þing,
og bar stjórnarforsetinn fram þingsetningartöluna. Frelsisvinum
þóttu vonir bregðast heldur, er þar var ekki minnzt á nein
breytinganýmæli á stjórnarlögunum (kosningalögunum) eptir öll
ávörpin frá fundunum til stjórnarinnar. Um ófriðinn á Súmötru
fjekk þingið ekki annað að vita, enn að stjórnin kostaði kapps
um að gera enda á ófriðnum við Atsjininga,
Svissland.
Efniságrip: Af fylkjalögum og annari löggjöf, m. fl. — Hömlur á
byltingamönnum
I fylkjunum Waadt og Bern voru ný landstjórnarlög
(fylkjalög) borin undir allsherjaratkvæði, og voru i hinu fyr-
nefnda samþykkt við yfirburði 10,000 atkvæða, en felld í hinu