Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 100
102
AUSTPRRÍKI OG UNGVERJALAND.
Frá hvorugu ríkinu nein nj'bólutíðindi að segja. Fyrir
vestan Leitha heggur í sama far um rýg og hatur með þjóðverjum
og hinum slafnesku þjóðflokkum. Mest kveður að þessu í
B'öhmen, og hjer lendir opt í illdeildum og róstum á hátiða-
mótum hvorra um sig, þjóðverja og Czeka, eða tyllidögum. Við-
ureignin á rikisþinginu í Vín («ríkisráðinu») optast hörð og
hávaðafull, og þjóðverjar berserkjast þar eigi sjaldan i forvíg-
inu fyrir þýzku þjóðerni og þess frumtignum gagnvart hinurn
slafnesku þjóðflokkum. I umræðunum um fjárhagslögin minnti
einn af þingmönnunum þýzku, dr. Knotz að nafni, stjórnina á,
hvernig þjóðverjar hefðu heimt rjettindi bræðra sinna í Sljes-
vik, og hún yrði að vara sig á, að menn færu á þýzkalandi
að tala um «þjakaða bræður» i Austurríki. Fjármálaráðherrann,
Dunajevski, svaraði hjer öllu snjallt og stillilega, og aðalinntak
ræðna hans var, að þjóðverjar vildu yfir hinum öllum drottna
í Austurríki og engum við sig jafnaðar unna, en stjórn þess
gæti að eins svo að allra gagni og þrifnaði og þegnlegum friði
og bróðerni unnið, að hún sæi öllum þjóðflokkunum fyrir sanni og
ljeti þá njóta jafnrjettis og jafnstæðis undir verndarskildi keis-
aradæmisins. þjóðverjar biðu þann ósigur við kosningar í
júní, að afli þeirra á ríkisþinginu varð 15 mönnum færri. Allt
um það vilja þeir ekki leggja árar í bát, en segja, að í næsta
sinni muni betur vegna. Svo trúa og treysta þjóðverjar á
yfirburði sína yfir hina þjóðflokkana. þeir segja enn að allt
hljóti að fara forgörðum í Austurríki, nema þýzk tunga og
þýzk menntun nái þar sinu gamla öndvegi, og aðalstjórn keis-
toga — og fylgdin öll eittlivað um 500 manna. Stórmenninu bú-
staður búinn f höll erkibiskupsins (Olmiizar erkistiptis), en viðbún-
ingurinn mikill og kostDaðarsamur, því það skyldi uú allt fægja, sem
fornfálegt þótti i höllinni, og mikið skrúð til liennar að flytja, um
vistir og borðbúnað ekki að tala. Af þessháttar munum nefndu
frjettamenn: 150 flaskna tylftir sjampanjevíns, 200 tylftir rauðavíns,
100 tylftir fl. af hvítu víni, 10,000 vínglasa, og borðdiskatalan hin
sama. Borðdiskar tigna fólksins af gulli. Enn fremur: silfurskeiðar
og silfurgaflar •- af hvoru 6500, 250 tekönnur, 300 kaffikönnur, 150
pund af kaffi, 50 p. af tei, 500 p. vaxljósa, og svo frv.