Skírnir - 01.01.1886, Síða 113
BA.LKANSLÖMDIN.
115
f>að voru Serbar. Með þeim og Bolgörum hefir ekki glatt
ljós brunnið í kolu á siðustu árum. Stundum hefir dregið til
ágreinings út af landamerkjum, og stundum annað til nábúa-
kryts orðið. Serbum sveið, að Bolgarar fengu (1878) land-
skika norðan af Macedóníu, sem serbneskir menn byggja —
að minnsta kosti fleiri þeirra þjóðernis enn annara —, og því
þótti þeim nú vel gefa til að rjetta hlut sinn. Landamerkja-
deilan upp tekin, og Mílan Serbakonungur heimtaði af Bolgör-
um góða spilldu af útnorðurhorni Bolgaralands, en gaf þeim
að höfuðsök, að þeir hefðu rofið Berlínarsáttmálann og brjálað
því jafnvægi, sem hjer var sett. Stórveldin sendu Serburn
áminningar og báðu þá varast að rjúfa friðinn. f>eir svöruðu,
að þeir vildu alla samninga láta órofna standa, en þeir vænt-
ust og krefðust jafnaðar, ef Austur-Rúmelía skyldi tengd við
Bolgaraland. Snemma í október tóku þeir að draga saman
her sinn, senda deildir til enna syðri stöðva, og búa svo
kastala 'sína — einkum Nisch-kastala — sem ófriðurinn væri
þegar ráðinn. I lok mánaðarins ljetu þeir stórveldin vita, að
þeir gætu þá ekki lengi kyrru fyrir haldið. Bolgörum sagt
strið á hendur 14. nóvember. Serbar munu hafa treyst á her
sinn og foringja, og þótzt hafa ráð hinna í hendi sjer, þar
sem lið Bolgara hafði aldri í orrustum verið, en hinir rússn-
esku fyrirliðar á burt kvaddir. Hið sama ætluðu líka flestir,
þó Bolgarar hefðu lið drjúgara að tölunni til. Enn fremur
þóttust Serbar vita, að hvorki Tyrkjar nje aðrir mundu til
hlutast, en reiddu sig annars á, að Austurríki mundi verða sjer
að bjargvætti, ef á þyrfti að halda*). f>að var sagt, að Serbar
hefðu vopnað eitthvað um 100,000 manna, en hjer það lið með
talið, sem í varadeildum skyldi heima haldið. f>eir tvískiptu
*) Eins og greint er írá í árgöngum þessa rits 1883 og 1884, hafa
þeir menn verið við stjórn í Serbíu, síðan það komst í tölu koungs-
ríkja, sem vilja að hún eigi athvarf sitt í Austurríki. J>ví hefir
verið hið bezta tekið i Vín og Pest, sem von var á, og hjer skyldu
Serbar líka í viðlögum vini eiga, en Kalnoký kansellera þótti þó
illa, er þei-r reyndust lionum nú svo óráðþægir.
8*