Skírnir - 01.01.1886, Síða 118
120
RÚMENÍA.
(Svarta-Gyrgissonar), sem Serbar ráku frá rilu 1858, og síðar
var sakaður um morð Mikaels þriðja. Hann dó i Ungarn 79
ára að aldri (3. maí). Sonur hans mægðist við Svartfellinga-
jarl 1883, og um hann jafnan talað af sumum flokkum í Serbíu,
þegar á þykir verða — sem fyrir skömmu — fyrir Míian
konungi.
R ú m e n i a.
Jjjóðlegur samdráttur. — Óbeit á Gyðinguui. — Mannslát.
Menn telja, að Rúmenar — að þjóðerninu til — sje hjer-
umbil 8 millíónir, en fyrir utan konungsrikið búa flestir i
Transilvaniu (Sjöborgalandi), nokkrir í Búkóvínu og Bessarabíu.
það er um þessa menn títt, sem Itali, að þeir kunna þvi illa,
er þeir verða að hlýða annarlegu drottinvaldi, og þess vegna
ganga þeir í fjelög til rikiseiningar rúmenskra landa og að því
styðja samskonar fjelög í konungsrikinu sjálfu. 1 Transilvaníu
er meira enn helmingur allra landsbúa af Rúmenakyní, eða
hátt á aðra millión manna, og horfa þeir því opt öndverðir
við Ungverjum og þeirra ríkisráðstöfunum, þegar þær þrengja
að þjóðerni þeirra eða tungu. A fundum og í ritum verða
þeir opt of djarfmæltir, sem eru forsprakkar þeirra fjelaga, er
nú voru nefnd, og stundum eggja þeir Sjöbyrginga að reka af
sjer «Asíukúgun Ungverja.» í haust var þetta beinlínis frammi
haft i ávarpi til Rúmena á Sjöborgalandi, og varnarorðum um
það farið i tímariti, sem nefnist «.Unitatca Nationala (þjóðernis-
sambandið)». Ut af þessu komu áminningar til stjórnarinnar
i Búkúrest, og hlaut hún að vísa þeim mönnum úr landi, sem
tölttna fylltu i fjelögunum; og meðal þeirra þremur mönnum,
sem ritað höfðu i það tímarit, sem nú var nefnt. Vjer getum
visað hjer i samanburðarskyni til frjettanna frá Rúmeníu í
«Skírni» 1884.