Skírnir - 01.01.1886, Side 120
122
Tyrkjaveldi.
Vanmætti Xyrkjans. — Órói — Egiptaland. — Súdan.
Danskur ritsnillingur komst svo að orði um Gyðinga í
einni skáldsögu sinni, «að þeir væru flugur sem settust á sár
Evrópu»; oss liggur við að segja, að riki Tyrkja hafi verið
«fleinn í holdi» hennar og sje það enn. Til hans hefir opt
verið tekið, og út hefir hann færzt og út færist hann — en
þá verkjar í liðum hennar og limum. jiessu er þá að slcipta
þegar frá ófriði verður að segja út af «austræna málinu», t. d.
tíðindunum síðustu á Balkanskaga. En það hefir ávallt verið
vor trú — og verður —, að «fieinninn» hljóti út aptur að
ganga, þó eigi verði fyr, enn fjörsafi þjóðmenningarinnar hefir
endurhresst öll líffæri þar eystra á hinum fornu frægðarstöðvum
heimsmenntanna. Vjer getum ekki harmað, þó viðburðirnir
sýni, að Tyrkinn kemst lengra og lengra á stafkarlsstíg í
Evrópu, að hann verður meir og meir handbendi, já ómagi
stórveldanna. A siðara hluta þessarar aldar hefir tvívegis
orðið að bjarga lífi hans (í Evrópu). Hann á lönd og ríki
fyrir handan Miðjarðarhaf, en þar hefði allt gengið undan hon-
um fyrir löngu, já sjálft Egiptaland, ef hann hefði ekki notið
fulltingis hinna kristnu rikja. það eru þau, og ekki soldán,
sem hafa orðið að gæta til, að allt færi ekki á ringulreið og
óstjórnarveg á Egiptalandi, og þau hafa orðið að taka að sjer
fjárvandræði þess. Soldán hefir að eins heimtað þaðan
skattgjald sitt. Nú hefir hann eptir langa- rekistefnu og for-
tölur af hálfu Englendinga tekið þá rögg á sig, að hann
hefir sent duglegan skörung — Mukhtar pasja — til Egipta-
lands, og á hann ásamt erindreka þeirra að hafa tilsjón með
landstjórninni, skipun hersins, og fl., en komast eptir hvað til-
tækilegast muni um endurvinningu Súdanslanda. Hvað þetta
tjáir er bágt að vita, en hitt er nú víst, að Englendingar ætla
að sjá við, að Tyrkjar komi upp á sig allri fyrirhöfninni þar