Skírnir - 01.01.1886, Page 134
136
DANMÖKK.
þá það allt, sem kemur við forníeifar norðurlanda. Hann varð
líka einn hinn frægasti fornfræðingur sem Danmörk hefir átt,
og um allan heim af þeim fræðimönnum manna mest metinn.
Eptir Rafn sáluga varð hann forseti (varaforseti) «Hins norræna
fornfræðafjelags». Af helztu ritum hans skal nefna: «Minder
om Danske og Nordmœnd i England, Skotland og Irland», «Bus-
lands og det Skandinaviske Nordens Bebyggelse og Culturfor-
hold», «Fra Steen- og Broncealderen i den gamle og nye Verden»
og «Den danske Erobring aj England og Nordmandiet», auk íL
Worsaae er fæddur i Veile 14. marz 1821.
N o r e g u r.
Nýtt vanda’-nál. — Af þingi. — Nýjar kosningar. — Skólafundur. —
Embættisveiting. Vöruflutningar. — Skipskaðar. — Mannalát.
það er sýnt í frjettaþættinum frá Noregi í fyrra, hvern
þjóðarsigur Norðmenn höfðu unnið, þegar rikissóknarmálið var
um garð gengið, og hvernig kröfur konungdómsins um synj-
unarrjett á breytingum grundvallarlaganna sæfðust á hinum
ánýjuðu nýmælum um þinggöngu ráðherranna (sbr. «Skírni» 1
fyrra 152 bls.). Vjer köllum það þjóðarsigur, því bæði stjórn
konungs i Stokkhólmi og hægrimenn Svia höfðu tamið sjer að
lita á deiluefnið i Noregi sem sambandsmál og þessvegna á
því hneyxlast. Konungur hafði líka auðsjáanlega sveigzt að
sömu álitum, og þessvegna hældist hann af — á járnbrautar-
stöðinni í Stokkhólmi — alvaldsummælunum í Kristjaníu*), en
þegar hann fór að guggna fór Thyselíus (sjá «Skirni» í fyrra
*) *Jeg l'6*’ “á talað svo í Noregi, sem konungi sambandsrikjanna bar
að mæia».