Skírnir - 01.01.1886, Page 144
14«
AMERÍKA.
þegar svarta maiiiiiirn verði að meta að meuntuuiiiiii til hinum
hvíta jafnsnjallan.
{>ví betur sem Alaska verður könnuð, komast menn að
raun um, að hjer er mikill auður fólginn. Hjer eru miklir
skógar, skipgengar ár, gull og aðrir málmar í jörðu. Land-
stjóri er uú yfir hana settur, og menn í embætti, þar sem
byggðir hafa hafizt eða aðsetursstaðir til kaupskapar, veiðifanga,
eða fl.
Sökum laganna nýju móti fjölkvæni og harðfylgni stjórn-
arinnar eru Mormónar farnir að taka sig upp frá Utah til ból-
festu i Mexikó, þar sem þeir hafa keypt sjer mikið byggðar-
land, ekki langt frá takmörkum þess lands eða fylkis, sem
Arizóna heitir.
Vjer nefndum i fyrra það kaupfjelag, sem gerði Grant
hershöfðingja að öreiga, og þá menn, sem hjer voru að mestu
valdir, Fish og Ward Fish stóð fyrir þeim banka i New-York,
sem «Marine Bnnk» heitir, og kaupfjelagíð hafði mest við
saman að sælda. |>eir Ward höfðu hjer verstu fjár- og fje-
flettingabrögð með höndum, i þeim banka missti borgin 1
millión dollara af sinu fje, en borgarstjórinn var illa við það
mál bendlaður. Báðir höfuðbófarnir dæmdir í 10 ára betrun-
arvinnu. Ward var hinn erfiðasti viðureignar í málsókninni.
J>egar dómarinn las honum dóminn mælti hann til hans þeim
orðum: «Iðrunar mót hefi jeg ekki á yður sjeð, og þó eruð
þjer að því valdur, að svo margir heiðvirðir menn hafa kom-
izt á vonarvöi. Enginn af þeim sem nú er uppi hafa að
minni hyggju unnið meira verzlunarstjettinni til vanza, við-
skiptatrausti manna og atvinnu til hnekkis, já, samþegnum
yðar til tjóns og ófarsældar. Með köldu brjósti hafið þjer
horft á allt það volæði, sem þjer hafið öðrum bakað. J>að
mundi til einskis koma að tala til yðar um iðrun afbrota, eða
um angur af þeim ófarnaði, sem þjer hafið ollað þegnlegu
fjelagi».
«Trnin flytur fjöll», segja rrenn samkvæmt helgu máli, en
reynslan hefir sýnt, að hugvitið og kunnáttan bora þau og
brjóta. Eitt af þeim afreksverkum má kalla unnið í New-York