Skírnir - 17.06.1911, Page 2
98
Minningarljóð.
þjóð vor rumska þorði varla,
því að enginn kunni ráð ——
þar til h a n n kom, fríður, frækinn,
fornri borinn A r n a r slóð,
bratta vanur, brekkusækinn.
Brjóst hann gerðist fyrir þjóð.
Vopnurn öflugs anda búinn,
öllu röngu móti snúinn,
hreinni ást til ættlands knúinn,
aldrei hugði’ á sjálfs síns gagn.
Fætur djúpt í fortíð stóðu,
fast í samtíð herðar óðu,
fránar sjónir framtíð glóðu.
Fjdti viljann snildar magn.
Hulinn kraft úr læðing leysti,
lifgaði von og trú á rétt.
Frelsisvirkin fornu reisti,
framtíð þjóðar mark lét sett.
Afram bauð hann: »Ekki ví k j|a«.
Aldrei vildi heitorð svíkja,
Vissi: Hóf æ verður ríkja
vilji menn ei undanhald.
Viðsýnn, framsýnn, fastur, gætinn,
fjáði jafnan öfgalætin,
kostavandur, sigri sætinn
sótti réttinn, skildi vald.
Jafnt í byr og barning gáður
báts og liðs hann gætti þols.
Engum dægurdómum háður.-----------
Dýrra naut hann sjónarhvols.