Skírnir - 17.06.1911, Page 3
Minningarljóð.
99
Lífstrið hans varð landsins saga.
Langar nætur, stranga daga
leitaði’ að hjálp við hverjum baga
hjartkærs lands, með örugt magn.
Alt hið stærsta, alt hið smæsta,
alt hið fjærsta og hendi næsta,
alt var honum eins: hið kærsta,
ef hann fann þar lands síns gagn.
Ægishjálm og hjartans mildi
hafði jafnt, er stýrði lýð,
magn í sverði, mátt í skildi
málsnild studdi hvöss og þýð.
Arnarfjörður, fagra sveitin!
fjöllum girt, sem átt þann reitinn
þar, sem nafni hann var heitinn,
hetjan prúð, sem landið ann,
heill sé þér og þínum fjöllum,
þar sem sveinninn, fremri öllum,
lærði að klífa, hjalla af hjöllum,
hátt, unz landi frelsi vann!
Eyrin Rafns! Það ljós sem lýsti
löngu síðan við þinn garð,
enga helspá í sér hýsti:
Islands reisnar tákn það varð.
ísland, þakka óskasyni,
endurreisnar fremstum hlyni,
þakka Jóni Sigurðssyni,
sem þér lyfti mest og bezt.