Skírnir - 17.06.1911, Page 11
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
107
prússnesku sniði í ríki sínu, eitt fyrir hvern ríkishluta.
Var nú skipuð nefnd manna til að undirbúa þingaskip-
unina og kom það þá til álita, hvernig Islendingar gæti
fengið hlutdeild í henni. Baldvin Einarsson vakti^lá
fyrstur íslendinga máls á því í tveimur ritgjörðum^á
dönsku og íslenzku, að íslendingar yrði að fá sérstakt
innlent þing, því að hin dönsku þing mundi ekki verða
Islandi að neinum verulegum notum1). Stjórnin hafði
þetta að engu og með konungl. tilskipun 15. maímánaðar
1834 var svo ákveðið, að konungur kysi »fyrst um sinn«
3 kunnuga menn íyrir hönd Islands og Færeyja á þing,
en ákvæði síðar nákvæmar, hve marga skyldi kjósa af
þeirra hálfu og eftir hverjum reglum. Siðar kaus kon-
ungur tvo fulltrúa fyrir Islands hönd til þingsins í Hróars-
keldu, kvað lítið að aðgjörðum þeirra fyrst í stað, enda
kom ekkert frumvarp né bænarskrá fram af hendi íslend-
inga. á fyrsta þinginu, sem stóð fyrri part vetrar 1835—1836.
Nokkrir málsmetandi menn á Islandi undu lítt þess-
um málalokum og 1837 voru konungi fyrir forgöngu
Bjarna amtmanns Thorarensens og Páls sýslumanns Mel-
steðs sendar tvær bænaskrár, önnur að norðan og hin að
sunnan, sem beiddust þess, að íslendingar fengi innlent
fulltrúaþing og leiddu rök að því, að með því eina móti
gæti Islendingar haft tilætluð not af »náðargjöf konungs«.
Arangurinn af bænarskrám þessum var konungsúrskurður
22. ágúst 1838, er kvaddi ýmsa íslenzka embættismenn í
nefnd, er skyldi koma saman í Reykjavík annaðhvort ár
til þess að íhuga og undirbúa málefni Islendinga. En þrír
verulegir annmarkar voru á nefndarskipun þessari: al-
þýða átti ekkert atkvæði um kosningu nefndarmarxna,
allar umræður í nefndinni fóru frarn á dönsku og innan
lukti’a dyi’a og loks var nefndin að nokkru leyti undir-
tylla þingsins í Hróarskeldu2).
’) Om de danske Provindsialstænder, med specielt Hensyn til Island
Kjöbenhavn 18h2; Armann á alþingi IY., 13—66 bls.: Velmeint meining
nm landþingisnefnda skipan á íslandi.
2) Sbr. Xý Félagsrit I. ár 82. bls.