Skírnir - 17.06.1911, Page 18
114
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
sú, er afsalaði stjórninni einkarétt til að verzla við ís-
lendinga, og fekk hann í hendur Dönum«.
Annað mesta áhugamál Jón Sigurðssonar um þessar
mundir var leysing íslenzku verzlunarinnar úr höftum
þeim sem á henni hvildu, og getum vér af bréfum hans-
og blaðagreinum í »Kjöbenhavnsposten« sumarið 1840 gert
oss nokkurn veginn ljósa grein fyrir aðstöðu hans til
verzlunarmálsins og afskiftum hans af því, enda taldi
hann það alla æfí eitt af mestu velferðarmálum lands-
manna og hefir hann átt langmestan þátt í að verzlunin var
leyst. En áður en vér greinum frekar frá fyrstu afskift-
um Jóns af verzlunarmálinu, verður að drepa stuttlega á
aðdragandann til þeirra.
Haustið 1838 bárustu fulltrúaþinginu í Hróarskeldu
4 bænarskrár frá Sunnlendingum um lítilsháttar rýmkun
á verzluninni. Atriði þau er beðið var um voru:
1. að kaupmönnum væri bannað að hafa kaupskap í
fleirum en einni búð í sama kaupstað;
2. að öllum kaupmönnum væri haldið til að vera jafnan
birgir að nauðsynjavörum;
3. að Norðmöimum væri heimilað að flytja til íslands
alt sem lyti að húsagerð.
Fyrir mótspyrnu og undirróður eins fulltrúa, P. C.
Knudtzons stórkaupmanns, er hafði þá um mörg ár rekið
mikla verzlun við Sunnlendinga, fengu bænarskrár þessar
lítinn byr; að eins 3. atriðið var samþykt og veitti kon-
ungur síðar rentukammerinu (sbr. opið bréf 22. marz 1839)
heimild til að leyfa útlendingum gjaldlaust að flytja til
Islands tilliöggin timburhús og annað efni til þeirra.
A fundi embættismannanefndarinnar i Reykjavík sum-
arið 1839 var fyrsta atriðinu hreyft enn á ný og háyfir-
dómari Þórður Sveinbjörnsson bar upp frumvarp um, að
banna kaupmönnum að hafa fleiri en eina sölubúð í sama
bæ, með því verzluninni á íslandi væri svo farið, að einn
maður gæti hæglega náð undir sig fleiri sölbúðum á sama
stað og dregið með því öll kaup undir sig. Nefndin öll
félst á frumvarpið og Bardenfleth stiftamtmaður samdi