Skírnir - 17.06.1911, Page 21
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
117
rnenn hafi haldið uppi samgöngum og viðskiftum milli
Danmerkur og Islands á ófriðarárunum, þá sé það vitan-
lega ekki rétt; því þegar Islandsförin voru hertekin af
Englendingum, þá hafi menn átt að þakka lausn þeirra
Bjarna sál. Sigurðssyni og Magnúsi Stephensen og Jósepi
Banks, sem skarst í málið fyrir tilmæli þeirra og gerðist
talsmaður Islendinga í enska þinginu. Danska stjórnin
hefði ekki sýnt annan dugnað í því máli en að sæma
Bjarna Sigurðsson 1812 riddarakrossinum. Auk þess hafi
aðflutningar til Islands hvorki verið miklir né hættulegir
á þeim árum eftir að kaupförin voru látin laus, og svo
vel borgaðir, að allir íslenzkir kaupmenn er þá voru uppi
hafi grætt stórfé. Hin síðari ár væri aðflutningar á
kostnað stjórnarinnar varla teljandi, enda yrði þeir líka
landsmönnum nógu dýrir þegar svo bæri undir. Auk
þess væri stjórninni skylt að sjá um aðflutninga á nauð-
synjavöru (sbr. tilskip. 13. júní 1787, 2. kap. 13. gr.).
Þar næst víkur höf. að kaupmönnum og verzlun þeirra,
en einkum að Knudtzon og mótspyrnu hans gegn viðleitni
Sunnlendinga að gera út skip í samlögum til að fara
landa í milli. Hefði hann talið það óþarfa og reynt að
færa sönnur á það með vottorðum frá íslenzkum stúdent-
um, að ekki hefði staðið á því, að skip hans flytti far-
angur fyrir menn. Og kveðst höf. hafa heyrt, að vottorð
þessi hafi verið notuð sem sönnunargögn fyrir því, að
engin þörf væri á íslenzkri póstsnekkju. Tekur höf. orð-
rétt upp eitt af vottorðum þessum sem fulltrúi Knudtzons
hafi látið Islendinga skrifa undir. Knudtzon hafi gengið
manna bezt fram í því, að spilla kaupum fyrir Islending-
um: 1. með því að fá kaupmenn sunnanlands til að
bindast samtökum um vöruverð; 2. með því að kaupa
margar sölubúðir á sama stað; 3. með því að hefta komu
lausakaupmanna og leigja skip þeirra til vöruflutninga
handa verzlunum sínum. Færir höf. bein rök að því.
Þykir honum eðlilegt, að Islendingar kalli slíkt tilræði
við hið litla verzlunarfrelsi þeirra og kæri þvílíkt athæfi.
En kaupmenn leitist ekki að eins við að koma í veg fyr-