Skírnir - 17.06.1911, Page 22
118
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
ir samkepnina og stjaka yið lausakaupmönnum með ýmsu
móti, heldur leitist þeir og við að binda viðskiftamenn
sina á klafa, einkum fátækliuga i flskiverum. Allar vörur
séu hækkaðar í verði eftir kauptíð og menn fái oft að
cins vörur fyrir vörur og bændur verði oft að taka kram-
vöru fyrir helming af fiski þeim, er þeir leggi inn.
Fátæklingar sem búi í grend við verzlunarstaðina verði
að kaupa útlenda varninginn dýrara verði en ríkisbænd-
urnir úr sveitinni. Það komi jafnvel fyrir, að yfirvöldin
hafi orðið að skylda kaupmenn til þess að selja mönnum
kornvöru. Loks hrekur höf. ýmsar mishermur í grein
Knudtzons og leiðir rök að því, að árin 1834—1838 hafi
nær því á hverju ári verið vöruskortur sunnanlands á
einhverri nauðsynjavöru, en ekkert sé jafn skaðlegt at-
orku og framtakssemi landsmanna. Aðdróttunum þeim, er
Knudtzon í svari sínu til (5S hafði beint að nokkrum ís-
lenzkum embættismönnum fyrir afskifti þeirra af bænar-
skránum um verzlunina 1838, er einungis svarað því, að
menn treysti mönnum þeim til að hrinda af sér illmæl-
inu, svo að það lendi á höfundinum sjálfum. Þetta rætt-
ist og von bráðar. Við próf sem haldin voru að tilhlutun
hins opinbera yfir tveim embættismönnum í Borgarfjarð-
arsýslu, sem Knudtzon hafði einkum sveigt að, var það
leitt í ljós að menn þessir voru sýknir saka. Ritaði Jón
Sigurðsson þá enn á ný grein í Kjöbenhavnsposten 29.
apríl 1841: »Grosserer P. C. Knudtzons Beslcyldning mod de
islandske Embedsmand for Falsk« þar sem hann flettir ofan
af atferli Knudtzons og fulltrúa hans í þessu máli. Þessi
grein er og auðkend 8+1.
En þessi lítilfjörlega rýmkun á verzluninni, sem bæn-
arskrár Sunnlendinga og frumvarp embættismannanefnd-
arinnar 1839 fóru fram á, var engan veginn að skapi
Jóns Sigurðssonar; hann vildi hafa miklu meiri rýmkun
eða því sem næst algjört verzlunarfrelsi. Má marka það
af grein í Kjöbenhavnsposten 4. og 5. ógúst 1840 (nr. 211
-—213) sem nefnist: »Bör Islands Handel frigives?«
og er auðkend Islendingr. En af bréfi Jóns Sigurðs-