Skírnir - 17.06.1911, Side 35
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
131
málsins á þinginu voru fyrst og fremst að þakka lægni
og elju Jóns Sigurðssonar. Hér vann hann sinn fyrsta
pólitiska sigur, þótt hann ætti ekki setu á þinginu og yrði
að beita öðrum fyrir áhugamál sitt. Eftir að nefndin hafði
í álitsskjali sínu 24. ágúst 1842 lýst því yfir, »að byggja
skuli á sömu aðalreglum ráðgjafarþingið handa Isiandi
eins og bygð voru á hin dönsku þing«, og er nefndar-
menn jafnframt tóku fram, að þeir fyrir þá sök hefðu
ekki þózt kallaðir til að hugleiða það, sem þeir annars
mundu hafa gjört, »hvort ekki mætti leggja annan grund-
völl til alþingis, og hann fullkomnari í mörgum merkis-
atriðum«, mun Jón Sigurðsson hafa séð, að ekki var í
þessu máli að ætla upp á forgöngu hinna íslenzku fulltrúa,
er voru báðir tveir í nefndinni, heldur yrði hann að leita
annara úrræða til að hafa sitt fram.
Fyrst var þá að flýja á náðir blaðanna og fá þau til að
hreyfa málinu. Stóð hann þar vei að vígi, því hann var
kunnugur ritstjórum við »Kjöbenhavnsposten« og »Fædre-
landet« og þeim Balthazar Christensen og Orla Lehmann,
sem voru allmjög riðnir við blöð þessi og höfðu jafnvel
gengist fyrir að stofna »Fædrelandet«. Jón Sigurðsson
ritaði þvi langa og ítarlega grein um alþingismálið. Var
húnbirt í »Kjöbenhavnsposten« í 238.—239. thl. (31. ágúst
og 1. september 1842) með fyrirsögninni: »Nogle Be-
mærkninger med Hensyn til det islandske Al-
thing« og auðkend »Islendingr«. Skal hér skýrt frá aðal-
efni greinar þessarar, af því hún lýsir svo vel afstöðu
Jóns til alþingismálsins og frumvarps embættismanna-
nefndarinnar.
Höf. getur þess fyrst, að Hans Hátign konungurinn
hafi af göfuglyndi sinu og frjálslyndi falið embættismanna-
nefndinni í Reykjavík að koma þeirri skipun á alþingi
Islendinga, er samsvaraði bezt högum landsins og þörfum
og óskum Íslendinga.
Þar næst er greint frá því, að um alþingismálið hafi
verið ritaðar tvær ritgjörðir á íslenzku, af því málið þótti
vo áriðandi fyrir þjóðina og landið, en þær hafi einkum
9*