Skírnir - 17.06.1911, Side 39
í'rá uppvexti Jóns Signrðssonar.
135
íþessari sem og af því, að menn eiga kost á að kynnast
henni að miklu leyti í ritgjörðum hans um alþing, í bréf-
um hans og í ræðum Balthazar Christensens, Orla Leh-
manns, Finns Magnússonar og Gríms Jónssonar í »Fréttum
frá fulltrúaþingi í Hróarskeldu«, þá verður henni slept
hér. I niðurlagi greinarinnar skorar höf. fastlega á íslenzku
fulltrúana að styðja allar tillögur Christensens, nema þá um
breytinguna á þingstaðnum (Christensen hafði i ræðu sinni
haldið fram Þingvelli), þar sem hann sé innilega sannfærð-
ur um, að verði ekki að minsta kosti grundvetti Tcosningar-
laganna og tungumálatvísMnnungnum breytt, muni þingið
um óákveðinn tíma alls ekki ná tilgangi sinum, og ávöxt-
unum af hinu drenglundaða heitorði konungs verði alveg
á glæ kastað. Að því er snerti rýmkun þá á kosningar-
réttinum, er fulltrúarnir íslenzku hafi farið fram á, kveðst
höf. ekki geta gert sig ánægðan með hana, þar sem hún
sé að hans hyggju ónóg.
Til áréttingar grein þessari sendu 29 íslendingar í
KaupmaDnahöfn, án efa fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar1),
Balthazar Christensen bréf dags. 6. september 18421). I
bréfinu votta þeir honum þökk sína fyrir »það athygli,
kraft og snild«, er hann hafi sýnt í afskiftum sinum af
málefnum Islands á Hróarskelduþingi, og geta þess, »að
hver Islendingur mundi sér óskað hafa,« að hann hefði
staðið í hans sporum og mælt það er hann mælti, og svo
hafi sú hugsun verið lifandi í brjóstum þeirra, að þeir hafi
mælt sér mót, ungir menn og gamlir í Höfn, frá hverri
sýslu á Islandi, og það á þann hátt, að enginn þeirra viti
»hver frumkvöðull sé fundarins«, því þegar drepið hafi
verið á að hafa fund, hafi það fundist, að sérhver sem við
var mælt hefði frumkveðið í huga sér aðstefna skylditilfund-
ar til að þakka honum í einu hljóði fyrir tilhlutun hans2).
*) Fróttir frá fnlltrúaþingi i Hróarsbeldu 1842 219—223. bls.
Þorleifur Guðmundsson Eepp og Jón Sigurðsson hafa fyrstir skrifað nöfn
sín undir bréfið. Var það birt i „Fædrelandet11 994—995 tbl. (9. og 10.
sept. 1843) á islenzku á fremstu siðu með danskri þýðingu.
*) Þess er vert að minnast, að um 43. gr. frumvarpsins, er heimil-