Skírnir - 17.06.1911, Side 45
Frá nppvexti Jóns Sigurðssonar.
141
íslenzkri þýðingu í ritling einum, er nefnist »Fjórir þœttir
urn alþing« og Magnús Eiríksson og aðrir Islendingar
gáfu út síðari hluta árs 1843.
Páll Melsteð hafði eins og að framan var greint samið
frumvarp til alþingistilskipunar fyrir tilmæli meðnefndar-
manna sinna á embættismannafundinum. Hann taldi sér
því skylt að halda uppi vörn fyrir frumvarpinu og að-
gjörðum nefndarinnar og samdi langa varnargrein sem
Vbirtist í Berlingi1) vorið 1843. I upphafi ritgjörðar þess-
arar kveðst höf. hafa búist við að tillögur nefndarinnar
mundu »eiga að sæta hörðu prófi«, en þar á móti hafi
hann eigi átt von á, að menn, sem væri með öllu »lausir
við að þekkja nokkuð til hlítar á Islandi«, mundi stinga
upp á svo »stórkostligum« breytingum á frumvarpi því,
er samið var af mönnum, er vel þektu til í hvívetna og
ihuguðu málið hið ítrasta í alla staði, að ef farið yrði eptir
uppástungum þessum, megi svo að orði kveða, sem aðal-
atriði frumvarpsins sé ónýtt«2). Þvi næst rökrýnir höf.
breytingaratkvæði Christensens um að á alþingi skyldi
vera 42 þjóðkjörnir fulltrúar og þykir kynlegt að 19 at-
kvæði hafi fengist fyrir þeirri breytingartillögu. Gerir
hann mikið úr kostnaðinum og segir að hann mundi þjaka
landsbúum. Þykir honum og, að hinir íslenzku nefndar-
menn hafi annaðhvort ekki gætt hans eða gjört of lítið
úr honum.
Höf. verður tíðrætt um breytingartillögur þær, er
bornar voru upp á þinginu til að rýmka kosningarrétt og
kjörgengi, og telur þær með öllu fráleitar og eiga illa við
á Islandi. Um yfirburði tvöfaldra kosninga fjölyrðir höf.
mjög og getur þess, auk ýmissa annara ástæðna, er hann
t dur þeim til gildis, að sá af hinum yngri íslendingum í
Kaupmannahöfn, er hafi dæmt um mál þetta »með mestu
*) Bemærkninger om Sagen angaaende en særlig raadgivende I’or-
samling for Island, med Hensyn til Forhandlingerne derom i den
Roeskilde-Stænderforsamling. Berlingske Tidende Nr. 150—153 (8.—11.
Juni) 1843.
*) Fjórir þættir um alþing, 1.—28. bls.