Skírnir - 17.06.1911, Page 53
Jí’rá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
149
inn haldið vorri ferð og skift okkur um Dani svo mikið
eða lítið sem við viljum, en ekki eiga undir hvað mikið
þeir vilja eiga við okkur« (sbr. hréf til PálsMelsteðs síðar
amtmanns, dags. 18. júní 1844).
I fyrstu afskiftum Jóns Sigurðssonar af landsmálum
gætir þegar mjög þeirra aðaleinkunna, sem einkenna flest
stórmenni sögunnar: djúpsærra vitsmuna, þreks og stað-
festu. Sjálfur mat hann þrek og staðfestu framar öllu
og má í því sambandi minna á hin afareinkennilegu og
eftirtektarverðu ummæli hans í fyrnefndu bréfi: »Er það
meining mín, að hvort það er eg eða aðrir, sem eru sann-
færðir um einn hlut, og vilja að honum verði framgengt,
þá vil eg þeir gjöri alt livað í þeirra valdi stendur, og
leyfilegt er, til að koma honum fram, og sá sem minst
forsómar í þessu tilliti, þann virði eg mest«. Með þess-
um orðum hefir Jón Sigurðsson gripið ósjálfrátt á aðal-
lyndiseinkunn sinni. Hún markaði öll afskifti hans af
landsmálum, vísindastörf hans og í stuttu máli alt hans
líf. Það er þessi þrautseigja og staðfesta, samfara fágætri
drengskaparlund og ósérplægni, sem gerir á síðan baráttu
hans svo farsæla landi og lýð og skipar honum um ókomn-
ar aldir í öndvegissessinn meðal íslenzkra þjóðmæringa.
í maímánuði 1911.
Þorleifur H. Bjarnason.
Leiðróttingar:
Bls. 1102 að prestaefnum, les: prestaefnum;
— 1301S veita leiguliðum, les: veita leiguliðum kosningarrétt og
kjörgengi;
— 1386 febrúar 1842, les: febrúar 1843