Skírnir - 17.06.1911, Page 61
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
157
Vér skulum nú gera grein fyrir útgáfum Jóns.
Á árunum 1825—37 hafði Fornfræðafélagið
leyst það þrekvirki af hendi að gefa út 12 bindi af Forn-
mannasögum, eða sögum um Noregs konunga og Dana,
þær er mestar voru fyrirferðar í handritum sér (Olafs
sögu Tryggvasonar í 3 og Olafs sögu helga í 2 bindum
o. s. frv.). Þessar útgáfur, sem nota verður enn í dag,
voru á sínum tíma allgóðar, þó var það misjafnt eftir því,
hverir unnið höfðu að þeim, og fjarri voru þær þeim kröf-
um, er nú eru gerðar, bæði að því er snertir lestur hvers
einstaks handrits og nákvæma meðferð þeirra, er orða-
afbrigði eru tekin úr. Félagið ætlaði sér og að gefa út
íslendingasögur á líkan hátt; gaf út 2 bindi á ár-
unum 1829—30, með Landnámu og norðurlandssögunum
nokkrum; en sú útgáfa tókst herfilega og er einhver hin
versta er til er, og unnu þó Islendingar að henni; eru
handritin bæði illa lesin og meðferð textans án allrar
dómgreindar. Menn hafa fljótlega séð, að þetta þurfti
bráðra bóta; var svo stofnað til nýrrar útgáfu, er i
áttu að vera allar ættasögurnar landið í kring í ákveð-
inni röð. Eins og eðlilegt var — og gert var í íyrri út-
gáfunni — var byrjað með íslendingabók og Landnámu.
Bindið kom út 1843 ■— og var þar auðséð að skift var
um í tvö horn; en það var líka Jón Sigurðsson sem átti
mestan og bestan þátt í þessari útgáfu. Hér er reyndar
báðum aðalhandritum, Sturlubók og Hauksbók, steypt sam-
an í heild, en þó svo, að lesandinn er aldrei í vafa um,
hvað er tekið úr hvoru; þess er nákvæmlega getið neð-
anmáls; þriðja handritið (Melabók hin yngri) er og ná-
kvæmlega notað, eins og vera bar, og Melabókarbrotið
(eldra) er nú i fyrsta sinn lesið og geflð út svo að segja staf-
rétt, og er víða ilt aflestrar. Þar að auki er tilfærður
allur lestrarmunur úr öðrum pappírshandritum og jafnvel
eldri útgáfum. Þetta mundi nú þykja óþarfi, því að það
rná heita sannað, að þessi handrit eru ekki uppskriftir
af eldri týndum skinnbókum með sjálfstæðu gildi, heldur
stafa þau frá þeim frumbókum, er nú eru til. Á þeim