Skírnir - 17.06.1911, Síða 67
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
163
gefið út enn í dag. Fyrsta bindi kom út eða var fullbúið
1856. Aftur var það Jón, er hér sem oftar reyndist mestur,
þegar til framkvæmdanna kom. Þar í er »Biskupatal
landsins með athugagreinum og fylgiskjölum«, »Biskupa-
annálar Jóns Egilssonar með formála, athugagreinum og
fvlgiskjölum«, »Ritgjörð Jóns Gissurarsonar um siðaskifta
timana, með formála og athugagreinum«, — alt eftir Jón;
eftir uppástungumanninn sjálfan er ekki ein lína í bind-
inu. Biskupatalið er lítið meira en talning, en nákvæm og
áratöl fullkomin, og nokkur bréf með. Ritgjörðir Jónanna
(Egilssonar og Gissurarsonar) eru ágætar og gefnar ná-
kvæmlega út með velskrifuðum og fróðlegum inngöngum
Jóns. í öðru bindi safnsins (sem lokið var við 1886) stend-
ur fyrst lögsögumannatal og lögmanna eftir Jón (prentað
1860—61); en hér með fylgja svo að segja fullar en þó
stuttar æfisögur hvers lögsögumanns og lögmanns (alls
250 síður), og er þar ótæmandi sögulegur fróðleikur og
tnikið efni samankomið, sem margir hafa ausið og munu
lengi ausa. þekkingargnóttir úr.
Jón Sigurðsson vildi aldrei, að Bókmentafélagið gæfi
út íslendingasögur eða þess konar rit. Þar til voru aðrir
og önnur félög, t. d. Litteratur-Samfundet, sem hafði gefið
út allmikið sögusafn og fleira á árunum 1847—60; það
voru handhægar útgáfur við alþýðuhæfi, en fullnægðu
ekki vísindalegum kröfum; og Jón kom þar ekki nærri.
En það var annar sagnabálkur, sem lítill gaumur hafði
verið gefinn og hafði þó ákaflega mikla þýðingu fyrir
sögu landsins, og þó ekki talinn með Islendingasögum.
Það voru Biskupasögurnar. Það er vafalaust
Jón, sem átti upptökin að útgáfunni og réð bæði því,
hvernig henni skyldi hagað, og hinu, að Bókmentafé-
lagið skyldi kosta hana. Þessi útgáfa er eitt af bestu
fyrirtækjum félagsins. Hún er í 2 bindum. Fyrra bind-
ið var fullbúið 1858. Þar er fremst Kristnisaga
og hefir Jón sjálfur búið hana til prentunar, en hitt alt
var verk Guðbrands Vigfússonar og hann samdi hinn
ll*