Skírnir - 17.06.1911, Page 82
178
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
réttindi í 16., 17.. 20—24., 27. og 28. árg. í Andvara rit-
aði hann og í 3 fyrstu árgöngum um stjórnarskrána, fjár-
hag og Þjóðvinafélagið. Auk þess samdi Jón æfisögur
merkra Islendinga, er myndir fylgdu í allmörgum árgöng-
um Fél.r., og ýmislegt fleira svo sem ritdóma.
Jón Sigurðsson hafði altaf þjóðina íslensku í hug sér
og bar hana jafnan fyrir brjósti; hana vildi hann fræða
og henni duga í öllum greinum, fyrst og fremst í stjórn-
málum. Af þessum áhuga kom það, að hann samdi rit-
gjörðir, er ætla mætti að hefðu legið nokkuð fjarri námi
hans og þekkingu, svo sem var »Lítil flskibók« (1859),
»Lítil varningsbók« (1861), og »Um bráðasóttina á íslandi«
(1873), en þessar ritgjörðir voru settar saman eftir skýrsl-
um og gögnum. Að öðru leyti kunnum vér ekki að meta
þessar ritgjörðir. Hitt var skiljanlegra, að hann á fyrstu
árum sínum tók þátt i þýðingu æfisögu Franklíns
(1839), þessa ágæta, þjóðarfrömuðs og rólega spekings;
Jón heflr eflaust fundið sálarskyldleik sinn við hann.
Þegar því er við bætt, að Jón íslenskaði almanakið i 30
ár, og samdi hina prentuðu skýrslu Bókm.íélagsdeildarinn-
ar í Khöfn um fjölda mörg ár, þá mun flest talið, sem
við hann má kenna sjálfan.
Eins og getið hefír verið var .Jón ákaflega hjálpsam-
ur öllum sem leituðu ráða hans, óskuðu uppskrifta af
gömlum kvæðum og þess konar. Hann studdi af alefli alt,
sem gat orðið Islandi og Islendingum til gagns og sóma.
Og eins og nærri má geta og þegar hefir verið á drepið,
var Bókmentafélagið óskabarn hans. Sérstaklega má geta
þeirrar vinnu, er hann lagði i að gera Uppdrátt Björns
Gunnlaugssonar úr garði; það má eflaust honum þakka
mikið, hve ágætur þessi uppdráttur er að öllum frágangi.
Þorv. Thoroddsen segir svo í Landfræðissögu sinni (III
327), að Jón hafi annast prófarkalestur á uppdrættinum,
séð um að nöfnin væru rétt, og ákveðið hver nöfn yfir
höfuð skyldu þar vera. Og eflaust er það Jóni að þakka,
að féð fékst til að gefa hann út (yfir 22000 krónur).
Jón Sigurðsson var alla sína æfi mjög gefinn fyrir