Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 85
Visindastörf Jóns Sigurðssonar.
181
verið í landi en hann (þ. e. Guðmundur biskup góði)r
enda tókst honum að koma allri blómgun mentunar og
velmegunar í Hólabiskupsdæmi í svart flag«. »Svörtu
flögin« á Islandi þekkir hvert mannsbarn, og »engisprett-
urnar« úr biflíunni og biflíusögunum; þetta og annað eins
má finna ótal sinnum. Það gerir málið óðar miklu skýr-
ara fyrir sálaraugum lesandanna, heflr lík áhrif sem leift-
ur geisli, er alt í einu lýsir. Lesandinn finnur, að þetta
fæðist ekki með harmkvælum eða af tildurs-fýst, heldur
svo að segja af sjálfu sér og þrautarlaust. Þau ráð eru
oft gefin nú, að menn eigi að lesa fornsögurnar til þess
að geta ritað vel íslensku. Ekki skal eg leggja á móti
því að þær sé lesnar, en það er auðsætt, að stíllinn á
þeim er ómögulegur nú á dögum nema helst í sagnaritum.
Og færi menn nú að stæla hann, yrði víst sami hræri-
grauturinn úr, sem áðan var nefndur. Eg vildi ráða
mönnum heldur að lesa og kynna sér rækilega rithátt og
stíl þeirra Sveinbjarnar, Konráðs, Jóns og Páls Melsteðs.
Þeir höfðu hæfileika og smekk til þess að taka það úr
fornmálinu, sem hæfilegt var, og svo að segja bræða það
saman við nútímans daglegt mál, svo að fram kom hið snild-
arlega ritmál þeirra. Vafalaust heflr Sveinbjörn haft áhrif
á ritmál Jóns, en Jón var þó fullkomlega sjálfstæður.
Fullkomlega »hreint« var ekki ritmál hans í öndverðu;
»yppurstu«, »hvar« fyrir »þar sem« og þess konar sm^-
vegis má flnna. Eins má flnna rangar orðmyndir svo
sem »tortýnast« (f. -tímast), »auðsærni« (f. -auðsæi), »auð-
sært« (f. -sætt) og þess konar fleira. En slíkt er að eins
í fyrstu ritgjörðum hans og hverfur síðar. Þar hafa þeir
Konráð og Jónas ef til vili haft áhrif á hann, en einkum
þó lestur fornrita og aukin þekking á málssögunni og
málslögum, sem hlaut ósjálfrátt að koma.
Alveg sama má segja um réttritun Jóns, svo að
það atriði sé líka tekið með. Hann hafði í skóla lært
þá réttritun, sem Sveinbjörn fylgdi og aftur var frá Rask
komin að mestu. Jón gerði hana í fyrstu í stöku atriðum
fornlegri en þurfti, ritaði t. d. »-ligur« (f. -legur) í lýsing-