Skírnir - 17.06.1911, Qupperneq 113
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
209
'öðrum tileínkuð hin greiðu og ómetanlegu afdrif verzlun-
arfrelsisins á íslandi eða festa sú, samheldni og fylgi, er
])jóðfulltrúarnir í því máli gættu á alþingi 1849 og á þjóð-
fundinum 1851 gegn þessari ofureflismótspyrnu embættis-
manna vorra (hinna konungkjörnu) og kaupmanna?« Slík
lýsing sem þessi er þeim jafnt báðum til sóma; en Jón
Guðmundsson heldur svo áfram, og segir, að öllum geti
skjátlast, og telur þá aðferð að fella frumvarpið sprotna
af »ómerkilegum og hégómlegum formlegum ástæðum«.
»Það voru þessar og þvílíkar vefengingar »formlegs efnis«,
en engar »efnislegs«, sem meiri hlutinn beitti og hafði
fyrir vopn á konungsfrumvarpið, og er það nú »lagt fyrir
Ijósan dag«, að herra. Jón Sigurðsson studdi allar þær
vefengingar, og fylgdi þeim fram frá forsetastólnum með
mælsku sinni, alvöru og einlægni, með ræðum, er hann
ítrekaði, eins og hann væri yfirlýstur og sjálfsagður for-
vígismaður (eins og hann var í raun réttri) og framsögu-
maður af hendi meiri hlutans« *). Og enn segir Jón Guð
mundsson: »Og nú er hinn fyrsta hyrningarstein skyldi
laga og leggja til undirstöðu sjálfsforræðis voru, þá virð-
ist hann (þ. e. Jón Sigurðsson) að draga að sér sína hina
styrku og óþreytanlegu hönd. Getur verið að svo sé eins
og sumir geta til, að nú er gilda skyldi, hafi hann séð
oss landa sína ófæra til sjálfsforræðis, en hafi svo verið,
ef hann hefði eigi séð annað fært, en að hopa nú á hæl,
þá hefði hann leitað annara úrræða og beitt öðrum vopn-
um til að vega að frumvarpinu, heldur en þessum form-
hliðar viðbárum, er meiri hlutinn beitti til að fella það,
svo staðlausar og veikar sem þær eru«2). Með þessum orðum
gefur Jón Guðmundsson það í skyn, sem líka var álit margra
manna þá, að Jón Sigurðsson hafi ekki, þegar til kom, álitið
íslendinga færa til að liafa sjálfsforræði, og hafi þess
vegna sett sig á móti frumvarpinu, en það er óþarfi að
eyða nokkrum orðum um það hvílik fjarstæða slíkt er.
Um leið og málið var felt á þinginu 1865 var þess beiðst,
‘) Þjóðólfur XYIII, bls. 101. *) sst. bls. 103.
14