Skírnir - 17.06.1911, Qupperneq 135
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
231
og hingað til meðan eg er sannfærður um, sem eg nú er,
og hefi verið, að sú stefna sé hin rétta* *1). Og ennfremur
segir hann: »Eg viðurkenni andagift þá, sem lýsir sér í
ræðu hans, en þar sem sú var niðurstaðan í henni, að eg
bryti af mér hylli þjóðarinnar ef eg yrði ekki niðurskurðar-
maður, þá mun eg þó ekki láta af sannfæringu minni
þar fyrir, meðan eg veit hún er rétt«2).
Samt sem áður mun honum hafa fallið mjög þungt að
verða fyrir þessum röngu og ósvífnu dómum, og enn
þyngra að horfa á slíkt skilningsleysi og blinda ofstæki
hjá löndum sínum; sjá þá brytja niður fjárstofn sinn alveg
að nauðsynjalausu, og þetta mun hafa verið aðalorsökin
til, að hann kom eigi hingað til lands næstu 6 ár. A
alþingi 1865, því fyrsta er hann sat á eftir þessa »útlegð«,
kom fjárkláðamálið enn til meðferðar, og hafði þá »kákið«,
lækningastefnan yfirhönd og var honum það til mikillar
gleði: »Kláðamálið fer nú á alþingi eins og eg vildi hafa
viljað það hefði farið 1857«3), skrifar hann 1865, og enn
segir hann: »0g það fer svo á endanum, sem eg hefi spáð,
að seinast verður niðurskurðurinn álitinn eins mikil
heimska og lækningarnar nú«4). Eftirtíminn hefir sannað
þetta, og vér nútímamenn vottum það, að hann og lækn-
ingamenn, þó fáir væru, hafi haft alveg rétt fyrir sér,
og oss er með öllu óskiljanlegt það skilningsleysi, sem
ríkti í því máli, ekki lengra en liðið er síðan þetta gjörðist.
Af þessari lýsingu á afskiftum Jóns Sigurðssonar af
landsmálum, þótt stutt sé, er það ljóst, sem lika var við-
urkent af samtímamönnum hans, og þá ekki síður nú, að
hann hefir borið fram, og það til sigurs, nálega öll fram-
faramál þjóðarinnar, stjórnbótarmál, fjárhagsmál (fyrir
þ a ð mál á hann í rauninni e i n n allar þakkir skilið, því
enginn hefir rannsakað það og haldið því máli til streitu
‘) Alþ.tíð. 1859 bls. 1317.
*) sst. bls. 1616.
*) Bréf bi«. 393.
*) sst. bl8. 319.