Skírnir - 17.06.1911, Qupperneq 145
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið. 241
fjölgun hjelt svo áfram næstu árin alt til 1859, þá var
fjelagatalan komin uppí 780. Síðan fækkaði nokkuð, enn
þó eigi til stórra muna, næstu árin til 1866 — árið 1861
ganga 55 menn úr fjelaginu — enn svo fjölgar aftur smátt
og smátt. Tilraununum að laða menn að fjelaginu var
stöðugt haldið áfram. Meðal annars vóru skírslur um fje-
lagið gefnar út á dönsku og ensku til að laða að því út-
lenda fjelagsmenn1). Hæst komst fjelagatalan í tíð Jóns
Sigurðssonar árið 1877, upp í 794, og er hún þá meira
enn fimmföld við það, sem hún var 1854. Þessi mikla og
stórstiga fjölgun, einkum frá 1854 til 1859, væri með öllu
óskiljanleg, ef fjelagið hefði ekki hjer notið hinna miklu
vinsælda Jóns Sigurðssonar á íslandi. A það bendir líka
fækkun sú sem varð á næstu árunum eftir 1859, því að þá
rjenuðu ura tíma vinsældir Jóns sakir framkomu hans í
kláðamálinu 1859, enn eflaust stafar þó þessi fækkun að
nokkru leiti af bágu árferði2).
Af þessari fjölgun fjelaga leiddi, að fjelagið gat aukið
að mun bókaútgáfu sína og ráðist í stærri firirtæki. Skömmu
eftir að Jón tók við stjórn Hafnardeildar, fer sú deild að
snúa sjer að útgáfu stórra safnrita um sögu Islands og
bókmentir, landshagi og stjórnarmálefni.
Hið firsta af þessum safnritum er »Safn til sögu Is-
lands og íslenskra hókmenta«, sem hefur verið haldið áfram
alt til þessa dags. Hugmindina átti Gisli Brynjólfsson,
sem stakk upp á að gefa út slíkt safn á fundi Hafnardeild-
ar 16. sept. 1851, enn Jón Sigurðsson tók hana upp á sína
arma og kom henni til framkvæmda3). Firsta hefti af
Safni kom út 1853, og hafði Jón Sigurðsson lagt til mest-
*) Report of the Proceedings of the Icelandic Literary Society Reykja-
vík and Copenh. 1858. Skirsla á dönsku kom nt í Nord. Boghandlertid-
ende 1871 og sjerprentuð. Önnur skírsla á ensku kom út i Kaupmh.
1872, samin af Sigurði L. Jónassini, sem mun eiga háðar ensku skírsl-
urnar.
2) Minningarrit Bmf. 49—50. hls. Skírslur og reikningar 1854—55,
III. bls., 1860-61. IY. bls., 1876-77, VII. hls.
s) Safn t. s. Islands I, formálinn IV.—V. hls.
16