Skírnir - 17.06.1911, Side 157
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
253
og sárar, að hið eina vísindafjelag landsins hafði aðal-
beikistöð sína í Kaupmannahöfn og að heimadeildin, sem
átti að lögum að vera aðaldeild fjelagsins, var í rauninni
lítið annað enn undirtilla Hafnardeildarinnar. Oánægjan
með þetta ástand tók þegar að gera vart við sig í for-
setatíð Pjeturs Pjeturssonar. A fundi Reikjavíkurdeildar
27. sept. 1866 var samþikt að skora á Hafnardeild að
senda hingað alt að helmingi af árstekjum fjelagsins og
var henni skrifað um það 22. okt. s. á.1). Jeg hef ekki
fundið þess merki í skjalasafni voru, að Jón Sigurðsson
hafi svarað þessari málaleitan — hjer er eiða í Dagbók
vorrar deildar (frá 21. ág. 1866 til 22. júní 1868) — enn
hvernig sem því nú er varið, þá fjell þetta mál niður
og er ekki hreift á næstu fundum Reikjavíkurdeildarinnar.
Á fundi Reikjavíkurdeildar 18. sept. 1868 var Jón
Þorkelsson, þá aðjúnkt við lærða skólann, kosinn forseti
deildarinnar. Firstu stjórnarár hans fór alt skipulega
með deildunum2). Enn á fundi Reikjavíkurdeildarinnar 6.
júlí 1872 logaði upp úr kolunum. Þá vóru samþyktar 3
uppástungur, sem gengu í berhögg við Hafnardeildina,
allar frá sjera Þórarni Böðvarssini. Ein var tillaga til
breitingar á 8. grein fjelagslaganna þess efnis að láta
Reikjavíkurdeildina taka við útgáfu Skírnis og Frjetta
‘) Sjá Fundabók og Brjefabók Kvd.
2) Samt má ráða af brjefi Jóns Sigurðssonar til H. Kr. Friðriks-
sonar, dags. 24. nóv. 1868 (Brjef J. S. 454.—455. bls.) að eitthvað hafi
á milli borið rjett á eftir, að Jón Þorkelsson varð forseti, enn tilefnið er
mjer óljóst, og ekkert finn jeg í brjefabók Beikjavíkurdeildar frá þeim
tíma, sem geti heitið „ibbingar11 við Hafnardeild. Má vera, að Jón Sig-
nrðsson hafi eignað nafna sínum uppástungu, sem kom fram á fundinum
þegar Jón Þorkelsson var kosinn, „að menn ljeti það í Ijósi í blöðun-
um, að fjelagsstjórnin mundi eins þakksamlega og Hafnardeildin taka
móti gömlum handritum og sjaldgæfum gömlum bókum“. Skírsla um
fundinn er í Þjóðólfi 29. sept. 1868, og er hnítt aftan við hana þessum
orðum: „Vilji einhver senda deild vorri gömul handrit eða gamlar
bækur sjaldsjeðar, verður því tekið með þökkum11. Skírslan er nafnlaus
enn niðurlagið bendir til, að hún muni vera frá stjórn Reikjavikurdeildar,
enda gerir fundarbókin ráð firir, að skírsla sje sett í blöðin. Ef þetta
er alt tilefnið, virðist Jón Sigurðsson hjer hafa verið of upptektasamur.