Skírnir - 17.06.1911, Side 165
EndurminnÍDgar m Jón Sigurðsíjon. 261
segir um Eirík konung, að »ormfránn ennimáni ekaut
allvalds ægigeislum», og var þá ekki flrir smámenni að
horfast í augu við hanm. í augunum mátti lesa alt hið
einkennilegasta í fari Jóns Sigurðssonar, ljúí'menskuna,
glaðlindið og fjörið, viljaþrekið og karlmanslundina, skarp-
skigni og dómgreind, higgindi og viturleik. Jón var gild-
ur meðalmaður á hæð og þrekinn að því skapi, limaður
vel, nokkuð lotinn í herðum á efri árum, prúðmannlegur
í framgöngu og snirtimaður í klæðaburði.
»Allra manna snjallástur«, þ. e., að fornu máli, sama
sem allra manna spakastur eða vitrastur. Um fróðleik
hans í sögu íslands og fornritum þarf ekki að tala; þar
stóðu honum fáir á sporði af samtíðamönnum hans eða
enginn. Enn hann var líka skarpsínn og djúpvitur, kunni
manna best að sjá hina réttu stefnu í hverju máli og að
velja hina bestu leið til að koma sínu fram. Islendingar
áttu við ramman reip að draga í baráttunni firir frelsi og
sjálfstæði landsins, og mun flestum nú koma saman um,
að árangurinn í því máli hefði orðið margfalt minni, ef
vjer hefðum ekki þar notið viturlegrar forustu Jóns Sig-
urðssonar og haldið fram kröfum vorum með gætni og
stillingu, enn þó með þrautseigju og festu, eins og hann
lagði ráð til.
»Allra manna bestur«. Um það leifi jeg mjer að vísa
til vitnisburðar sannorðs mans, sem þekti Jón manna best.
Konr. Maurer segir svo i eftirmælum sinum eftir Jón
Sigurðsson: »Jeg á þar á bak að sjá hinum göfuglind-
asta, besta og mesta manni, sem jeg hef átt því láni að
fagna að kinnast við«. Eitt af því sem einkennir góðan
mann er ættjarðarástin, og má með sanni segja, að eng-
inn hefur helgað ættjörðu sinni hreinni eða fölskvalausari
ást enn Jón Sigurðsson, því að hann fórnaði alla æfi sínum
eigin hagsmunum á altari ættjarðarástarinnar, og hafa
jafnvel hinir stækustu mótstöðumenn hans aldrei dregið í
efa ósjerplægni hans. Betur að sumir af stjórnmálamönn-
um vorum, sem nú láta eigin hagsmuni ráða atkvæði