Norðurfari - 01.01.1849, Page 8
10
NORBUKFAllI.
J>a5 er gömul og góð regla, sem æfinlega ber sigurinn úr bítum
á endanum:
‘; T.;i(imi skipta guð giptu
En geruin hríð þíí, er þeim svíði!”
En fyrst ^menn ekki vilja þjóðsamband nje þar af leiSandi
þingsamband íslands við Danmörku, hvað eiga menn þá að vilja ?
fiví er fljótlega svarað og að vjer höldum nógu greinilega. Menn
eiga að vilja það samband, sem skynsemin ei er á móti og saga
og sáttmálar styðja þ, e. höfðingjasambandið: að sami konungur
sje í Danmörk og á Islandi, en það þó eins fyrir því hafi sina
stjórn alveg fyrir sig, sem ábyrgist atgjörðir sínar og konungsins
fyrir þinginu á Islandí, þó svo að einn af stjórnarmönnonum æfin-
lega sje i Kaupmannahöfn hjá konungi. fietta er hið einasta sam-
band, sem mögulegt er milli Islands og Danmerkur úr því cin-
valdinu er Ijett af, og vjer viljum vera álitnir eins góðir þegnar
Friðreks VII. og engir óvinir Dana, fyrir því, þó vjer viljum að
samband Islands og Danmerkur verði byggt á skynsemi og rjett-
læti, en ei heimsku og ranglæti, sem æfinlega niðurbrýtur sjálft
sig á endanum, og kemur yfir höfuð höfundanna. Hvernig vjer
enn fremur ímyndum oss að stjórn Islands ætti að vera hagað,
þurfum vjer ei að segja á þessum stað, því það sem einkum
ríður á, er að menn sjeu einbeittir og samtaka í að neita öllu
þingsambandi við Danmörk, og krefjast öldungis hins sama rjettar
fyrir alþingi framvegis og ríkisþingið danska nú hefur fengið.
Jiegar þessu er náð, verður æfinlega hægt að koma stjórninni
sjálfri henntuglega fyrir, og vjer hvetjum því Islendinga til þess
að róa að því öllum árum, að þau verði málalokin á þinginu að
ári, að menn vilji slíkt höfðingjasamband við Danmörk, sem vjer
nú höfum sagt, og ekkert annað. Geti aiþing komið þessu til
leiðar, þá hefur það gert Islandi ósegjanlegt gagn, og minning
þess mun verða blessuð — annars væri betra það aldrei hefði
komið saman, og Islendingum er eins gott strax að fara að taka
gröf sína sjálfum, eins og bíða þess að alþingismenn grafi þá
lifandi að sumri.
Hið annað aðalmálefni, sem þingið að líkindum mun ræða um,
er fyrirkomulag alþingis eptirleiðis, og víst má svo að orði kveða, að
undir því sje hamingja landsins að miklu leiti komin, að mönnum takist
vel að leysa þetta ætlunarverk af hendi. “Traustir skulu horn-
steinar hárra sala”, og svo er um alþing vort; eigi það að verða
Islandi til gagns, verður það að vera á góðum grundvelli byggt
og traustlega skorðað. fijóðerni vort og jafnrjetti manna eru þeir
hyrningarstcinar, sem vjer eigum að reisa alþing hið nýja á.
Umfram allt riður á að vjer lögum þingsetninguna eptir þörfum
og ásigkomulagi lands vors. Vjer verðurn nú loksins að hætta
þcirri fásinnu, er þvi miður hcfur legið í landi á þcssum siðustu
og verstu öldum, alla jafna að glápa á Dani og sjá hvað þeir gera
áður en vjer tökum til verka. Vjcr verðum sjálfir að íhuga, hvað