Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 15
BÚKAFKEGN.
17
úðrum. Yjer gjörum ráð fyrir að hver piltur kaupi eigi minna af
bókum enn fyrir lOdaliáári—kaupa þá allir piltar fyrir 700 dali
á ári; á Xslandi eru eigi færri enn 300 lærðir menn — látum hvern
kaupa fyrir 5 dali á ári: það eru 15,00 dalir. 5etta er e'g> syo
lítil verzlun af útlendum bókum, ef einn hefði hana alla, og vjer
gjörum ráð fyrir, að verzlun þessi gjæti vaxið töluvert úr því
sem nú er.
Abatamest fyrir böksölumann ætti þó að verða verzlunin á
islenzkum bókum. ftað er þá fyrst: eptir því sem nú á stendur,
að bæði “Fornfræða fjelagið”, “Bókmenta fjelagið” og “Fornrita
fjelag norðurlanda” myndu glaðlega taka því, að sá væri einhver
á Islandi, er þau með vissu gætu selt á hendur umboð sitt, að
selja þær bækur, er þau láta prenta, og gefa honum þau sölulaun,
er hann gæti verið vel ánægður mcð; og sama er að segja um
alla þá, sem á kostnað sinn láta prenta bækur; og jafnvel hygg-
jum vjer, að fleslir myndu kjósa heldur að gefa meiri sölulaun
enn nú eru almenn, er þeir þá kæmust hjá þeirri armæðu og
fyrirhöfn, er þeir nú hafa af bókasölunni. Vjer gátum þess, að
bókasölumaður ætti að láta prenta bækur á sinn kostnað; á því
hafa bókasölumenn allstaðar mestan ábata, og svo yrði einnig að
verða á Islandi. Yjer gjörum ráð fyrir, að bókasölumaður fyrst
um sinn, ætti eigi prentunar rjett á mörgum bókum; þó er það
víst að honum er rjett, að láta prenta þær gömlu bækurnar, er
enginn öðrum fremur getur helgað sjer prentunar rjett á, t. a.m. á
lestrarbók Jóns byskups Vídalíns, og eigi mun á löngu líða áður
þörf gjörist að hún sje prentuð af nýju; og að vísu myndi bóksölu-
maðurinn í Reykjavík, ef hann hefði verið nokkur, hafa haft góðan
hagnað af að láta prenta hana, þegar hún var prentuð seinast;
því valla munu það ykjur að þeir, sem þá tókust á hendar að
gefa hana út, hafi grætt á því mikið fje. En þegar fram líða
stundir myndi bókasölumaður fljótt fá nógar nýjar bækur hjá rit-
höfundum landsins, fyrir sanngjarna þóknun; og sje hann nokkurn
veginn aðgætinn í því, að kaupa eigi prentunar rjett áð öðrum bókum
enn þeim, sem hann getur sjeð að eitthvað eru að liði, getur
eigi hjá því farið að þetta yrði bæði honum til ábata, og mentunar
mönnum vorum til uppörfunar.
Vjcr lengjum eigi grein þessa mcira, en hvetjum að endingu
einhvern landa vorra, er finnur sig færan um, að ráðast að þessu
fyrirtæki, sem vjer erum sannfærðir um, að getur orðið honum
að góðri og sómasamlegri attvinnu, en landsmönnum til hins mesta
hagræðis og bókmentum vorum til Ijettis. Sömuleiðis hvetjum
vjer og alla goða menn til að styðja það fyrirtæki, ef einhver verður
til að ráðast í það; og gætu einkum kennararnir og skólapiltar
gjört góða byrjun, ef þeir vildu unna honum að standa fyrir öllum
bókakaupum skólans erlendis, cins og vjer áður höfum sagt.
B