Norðurfari - 01.01.1849, Page 43

Norðurfari - 01.01.1849, Page 43
rHELSIS IIKEIFINGARISAR. 45 menntaSri pjóðir, að þeir tækju upp siðu þeirra og átrúnað, þar hafl smátt og smátt útlit þeirra breyzt til líkingar við þá Jijdð, sera þeir í anda löguðu sig eptir: {iví andum er þó æfinlega ríkari enn holdið, og, “lengi skapast mannshöfuðið,” segir íslenzki málshátturinn. ^iað er líka ofboð eðlilegt að menntanin hafi þessi áhrif á mennina þegar aldir líða fram, ef þeir verða hennar aðnjótandi kynslóð eptir kynslóð, svo hún geti fest verulegar rætur í hugarfari þeirra. En með þessari menntan meinum vjer ei fánýtt og hjegómlegt samsafn af allskonar kunnáttu, sem kemur utan að, en vjer meinum þá mcnntan, sem í fyrstu hefur upptök sín að innan og á eðlilegan hátt er sprottin af þcirri til- finningu á hinu góða og fagra, sem hverjum manni er meðfædd — þá menntan, sem fær er um að glæða hinn helga gneista, sem fólg- inn er í hvers óspillts manns brjósti, og að viðhalda þar hinum frjóf- gandi yl, sem ávextina á að bera. þessi menntan hefur öllu fremur upptök sín i hjartanu enn vitinu, og það er um hana, sem mikill fróðleiksmaður' hefur haldið, að hún eins vel geti breytt úllitinu og hugarfarinu, hjúpnum eins vcl og andanum. En hitt kann vel að vera, að margar aldir verði að liða áður enn hún hafi svo gagntekið alla sálina að breytingin verði sjáanleg; og á hinn bóginn er það heldur ekki ómögulegt, að sumar af þeim þjóðum, sern nú hafa það útlit er hún ein ætti að veita, þó í raun og veru vanti hinn eiginlega kjarna þessarar sönnu og náttúr- legu menntunar: en þa:r hafa þá einhvern tíma verið hennar aðnjótandi, þó þær eins og hinir föllnu englar Miltons engu hafi haldið eptir nema hinum veglega svip. Aptur á mót er ósennilegra að álíta, að málin hafi breyzt þó útlitið hafi haldið sjer; því þó fleiri dæmi sjeu til þess enn eitt, að andlega yfirsterkari þjóðir hafi neytt aðrar til að taka upp mál sitt, þá á þó ekkert þeirra hjer við, þar sem verið er að tala um Tyrkja og Magyara i sambandi þeirra bæði við Kákasus og Mongóla kyn. Menn hafa aldrei haldið að Mongólar væru inenntaðri enn Kákasus kynsmenn, og einmitt þess vegna væri óviðurbvæmilegt að ímynda sjer aðTyrkjar og Magyarar eiginlega væru Kákasus-kynjaðir, en hcfðu að eins tekið upp mál hins kynstofnsins. Til þess eru líka langtum fleiri dæmi enn hins, að þjóðir hafi lengst og með mestri seiglu haldið við mál sín, því þau eru einmitt mesti og bezti parturinn af þjóðerninu; og þó Rómverjar kúguðu hina keltnesku Galla til að láta bæði mál og þjóðerni og taka upp Latínumál, þá er allt öðru máli hjer að gegna: því Tyrkjar ogMagyarar voru frá upphafi hinir drottnandi, svo þeir neyddust ei af neinni líkamlegri kúgan til að sleppa máli sínu, þó þeir af eigin hvöt tækju upp siðu og háttu þeirra þjóða, sem þeir allt af höfðu viðskipti við; og af öllu mannlegu, sem þó er líkamlegt, er málið æfinlega hið andlegasta, og getur svo samlaðast nýrri menntan að það verði alls þess aðnjótandi, sem hún veitir, án þess að þurfa að láta nokkuð af hinu sjerstaka eðli * D r. P r icha r d.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Norðurfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurfari
https://timarit.is/publication/71

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.