Norðurfari - 01.01.1849, Page 47
FRELSIS HREIFINGARNAR.
49
En þó menn nú þannig hafi talið Kákasus kyn fyrir öðrum
í menntan og frama, þá eru þó engan veginn allar ættir eða kvíslir
þess jafnar í því tilliti. Sumar af þeim hafa aldrei náð neinni
verulegri menntan, og sumar eru nú löngu úr sögunni þó þær
einu sinni hafi átt mestan þátt í atburðum hennar; því þær hafa
staðið í stað og menntan þeirra fyrnst. Indverjar, Egyptalands-
menn fornu, Assýrir, Persar og Serkir voru cinu sinni ríkastir
og menntaðastir allra þjóða, en dýrð sú er löngu liðin undir
lok og þeirra gætir nú litt í sögunni. En nýjar kynkvislir hafa
komið upp og tekið við af þeim, svo að menntanin nú jafnvel er
farin að ganga andsælis og aptur til austurs á móti vana sínum,
þangað að þar sem vagga mannkynsins einhvern tíma á að hafa
staðið; börnin eru farin að kenna foreldronum, og miðbik mennt-
anarinnar, sem einu sinni var austur í Asíu, er nú ekki lengur
þar, en í Norðurálfunni — og það var líka einkum og eiginlega
um þjóðir þær, sem hana byggja, að vjer hjer ætluðum að taia*.
Af Kákasus kyni búa í Norðurálfunni þrjár höfuð ættir: hin
grisk-latínska, hin germanskaeða gotneska, oghinslaf-
neska. Af þeim skiptist hin fyrsta aptur í þrjár kvíslir: hin
griska, hin illýrska og hin rómanska eða valska, og
getum vjer strax hinnar fyrstu. Um Grikki vita menn það, að
hið forn-griska kyn og mál nú er dáið út, og í stað þess eru.
komnir þeir menn, sem sjálfir telja sig niðja hinna. Sumir hafa
þó orðið til að neita þessu, og segja að þeir menn, sem nú sjeu
kallaðir Ný-Grikkir, engan veginn sjeu forn-griskrar heldur bein-
* Eptir A. v. Roon er öllu liinu ind-evrópeiska kyni skipt í þessar 10
"reinir: — A. Hinar indversku þjóðir; Sanskrit og Bali eru líin
heilögxi formnál þessara þjóða, en Prakrit er það kallað, sem þuer mí tala
í inorgum mállýzkum. B. Hin persneska þjóða ætt: Zend heitir hið
heilaga forniníll þessa ílokks, sein skiptist í ymsar þjóðir: P ar s a r (Gnebrar)
nánustuniðjarForn-Persa, Ný-Persar, Afglianir o.s frv. — C. I*jóðirnar
lítan um og á Kákasus; þær eru mjög ókenndar enn, og margar þeirra
lialda menn jafnvel sjeu mangólskar að kyni — en þessar etu víst índ-evró-
peiskar: Iberar eða Georgiumenn, sem Riíssar kalla Grúsiuinenn,
og Haik eða Armeniumenn, sein Formnenn kölluðu Erinska menn.
ffinir síðustu eru kristnir og víða tvístraðir um Litlu Asíu og Austur-
Evrópu; jafnvel i Feneyjuin hafa þeir lengi átt frægt klaustur, og eru
mestu vísindamenn. I Kákasus eru líka Tsjerkessar og aðrar þjóðir,
sem frægar liafa orðið fyrir frelsisbaráttu sína við Rússa, en hverrar ættar
þær sjeu er enn mjög óljóst. D. Hin grisk -latínska. — E. Hin kelt-
neska. — F. Hin gerinanska eða gotneska. — G. Hin slafneska.
— H. Hinlettneska þjóðaætt, og I. Baskar; allra þessara þjóðaætta
inunuin vjer geta ofanmáls. K. Semftar; þeir eru svo Xallaðir af Sem
Nóa syni (Seiningar eða Semungar á Islenzku?) 02 skiptast í 4 Jlokka:
1. Ilebreskar þjóðir — Gyðingar, sein eru tvistraðir uin allan lieim,
F ö n i z i u m e n n og P n v e r j a r, sem eru útdánar þjoðir og eins mál þeirra,
nema hvað menn lialda að almúgamálið á Maltey sje í uppruna sínum púnverskt.
2. Aramskar eða sýrverskar þjóðir — Assýrska og Kaldeiska
eru dáin inál, en Sýrlemzka lifir enn með smáþjóðum á Líbanon, Sýr-
landi, Mesopotamiu og Kúrdistan, og er ritinál trúarbragðaflokka nokkurra
þar — en það er líka f andarslitronum og mun líkleoa lifa lengst í letri
á rústiun Palinýru. 3. Arabar eða serkneskar þjoðir, og 4. Abyss-
inskar þjóðir, sem skiptast í marga þjóðflokka, ei» kvað vera náskildar
Serkjum.
D