Norðurfari - 01.01.1849, Qupperneq 69
FREtSIS HREIFINGARNAR.
71
miklu fyrr enn hinir fjölga — þá er þessi kenning hans öldungis
gagnstæð frelsinu, og henni yrði aldrei fylgt, því eins og Byron
segir: —
“Mallhus does the thing, ’gainst srhich he writes.”*
og öðrum færi varla betur.—En nú er samlagsmennirnir og fjelags—
bætendurnir, sem þykjast fljótt geta bætt úr öllu, ráðið hina fornu
gátu, og steypt hinni gömiu Sfinx, fátæktinni ofan fyrir þá hamra,
sem hún um eylifð skuli liggja undir. Og aðal-ráð þeirra er þá
einkum þetta: fyrst frelsið verður vanbrúkað, þá tjáir ei annað
enn útrýma því með öllu, og láta eina stjórn ineð alsjáandi auga
vaka yfir vellíðan manna, en lofa þeim ei að ráða sjer sjálfum.
Louis Blanc neitar ei eignarrjettinum, en hann vill lakmarka
hann, sem mest að mögulegt er, og með lögum leggja mönnum
als konar skyldur á herðar. Rjett til erfíðis segir hann allir menn
bafi, og stjórnin eigi að sjá þeim fyrir því, og leggja það upp í
böndurnar á þeim eins ag börnum; þetta kallar hann niðurskipan
erfiðisins, og það eru þessi tvö mál (le droit au travail, og
l’organisation du travail), sem ákafast var barist um a fyrsta
frakkneska þinginu í fyrra. Enginn getur nú neitað því, að menn
ei hafi rjett til að vinna, en hitt er annað, hvort það eigi að vera
skylda stjórnarinnar að útvega hverjum erfiði, sem þarf þess með.
Og það er yfir höfuð villa samlagsmannanna, að þeir vilja
berja það fram blakalt með lögum, sem enginn getur búist við
nema af frjálsum vilja manna, og sem verður að spretta af bættu
hugarfari, slíku sem Kristindómurinn vill skapa. J>að er víst að
menn eiga að nota sjer kristilega af eignarrjetti sínum, en það er
eins vist að það er ómögulegt að kúga nokkurn til þessa nauð-
ugan. Jáeir, sem halda það, lenda í sömu vitleysunni og harðstjór-
arnir, sem álíta lögin almáttug, og þykjast geta gjört allt með
þeim, en hafa ekkert traust til mannanna sjálfra. Jieir vilja í
stað þess að gera mönnum fjelagsbandih svo ljett, sem unnt er,
herða svo fast að því sem þeir geta, og rígbinda allt — láta
mannkynið ganga eins og úrverk eptir dauðri og kaldri reglu,
sem þeir sjálfir hafa tilselt — gjöra það að þrælutn hörðustu og
óbliðkanlegustu yfirdrottnunar, sem er þeim mun heldur óþólandi
enn allt annað, sem hún er ósýnsleg. Lendra manna ríki, svo
sem það var vanbrúkað, var þó í upphafi byggt á virðingu manna
fyrir einhverjum einum af meðbræðrum þeirra, og það deyddi því
aldrei mannlegar tilfinningar, en á svo mörg dæmi uppá l'cgurstu
tryggð og aðra mannkosti; þess vegna gat það líka getið af sjer
hið ágætasta frelsi hja þeim, sem eins og Englendingar kunnu að
snúa því til góðs fyrir alla. En þessi dauði lagabókstafur, sem
hinir ætla að gjöra allt með, hvenær gæti hann skapað frelsi —
frelsi! sem einmitt er í því innifalið að hafa svo fá lög, sem
mögulegt er án þess að fjelaginu sje hætta búin? — Nú viljum
* Malthus gjörir það, sejn hann er að rita mót. (Don Juan xir, 20.)